Vorið - 01.12.1954, Qupperneq 36

Vorið - 01.12.1954, Qupperneq 36
154 VORIÐ og auðvitað með allt okkar föru- neyti innanborðs. Við hrópuðum, en það var of seint. Við vorum orðn- ar strandaglópar. Nú voru góð ráð dýr, en allt í einu tók Tryggvi undir sig stökk og stóð á bryggjunni hjá okkur eftir andartak. „Komið þið,“ sagði hann; síðan þrömmuðum við öll þrjú upp bryggjuna, við Anna sneyptar og gramar, en Tryggvi þungur á brún. Ekki skammaði hann okkur, því að sjálfsagt hefur hann séð að engu var á okkur bætandi. Eftir stutta stund fengum við leigubíl og ókum i hon- um heim og náðum þangað rétt fyrir lokun. Þá voru þau, sem með bátnum fóru, ókomin. Við Anna fórum beint í bólið og vissum ekk- ert um ferðalag hinna krakkanna fyrr en morguninn eftir. Þau fóru með bátnum inn í Oslóarhöfn og urðu síðan að ganga heim, því að allir strætisvagnar voru hættir ferð- um. Daginn eftir stigum við upp í flugvél og héldum heim til íslands, og um kvöldið komum við til Reykjavíkur og heilsuðum vinum og vandamönnum ,sem buðu okk- ur velkomin heim úr þessari skemmtilegu Noregsför. Jóna Edith. ★ VOR OG HAUST. — Verðlaunaritgerð. — Þegar snjóa er tekið að leysa og lækirnir steypast niður fjallshlíð- arnar með suði og fossaföllum, er vorið að koma. Þá eru skemmtilegir dagar, ef vel viðrar. Grösin og jurt- irnar lifna á ný af dvala vetrarins, og taka nú að teygja anga sína upp úr moldinni. Skógarnir laufgast og túnin grænka. Farfuglarnir hafa fundið á sér, að nú muni vera farið að vora heima á íslandi, og koma nú hver af öðrum og tína strá og fjaðrir, byggja hreiður og verpa í þau eggjunum sínum, en síðar skríða út úr þeim litlir ungar. Hvítu og fallegu álftirnar fljúga til heiða. En leggi einhver leið sína til fjalla, heyrir hann e. t. v. fagran svanasöng. Tónar vorsins, lugla- kliður og fossaniður, berast um blátt loftið. Nú taka lömbin að fæðast og „lambagrasið ljósa litkar mel og barð, en sóleyjar spretta súnnan við garð“. Lömbin hlaupa og hoppa með mæðrum sínum. Síð- an er féð rekið á fjall, og þá leið fer það vafalaust viljugt, því að það veit af nógum grænum og góðum högum og frelsi inn til afréttarland- anna. Einn góðan veðurdag fer svo e. t. v. að „sindra á sægengna laxa, er sækja í bratta fossa". Sumarið líður og haustið kemur. Heyönnum er víðast hvar lokið, og

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.