Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 4

Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 4
og kvæði. Ég var ekki nema 10 eða 11 ára, er ég fór að reyna að linoða sam- an vísum, og fékk ég birt nokkur fyrstu kvæði mín í Vorinu.“ Kristján hefur gefið út tvær ljóðabækur, „Svíf þií sunnanblær,“ og hin ber heitið „Og mjöll hefur fallið.“ Síðar hefur hann ritað tvær barnabækur, „Börnin í Löngugötu,“ 1964, v og „Steini og Danni,“ 1965. í báðum sögunum eru aðalpersónurnar þær sömu, Steini og Danni. Þetta eru drengir úr Reykjavík, sem báðir eru hinir efnilegustu íþróttamenn. Þetta eru góðir strákar en dálítið brokkgengir og galsafengnir. Síðari sagan lýsir sumardvöl þeirra í sveit. Það er létt yfir báðum þessum sögum, þær eru lipurt skrifaðar og skemmti- legar aflestrar. Hér birtist á eftir úr ritverkum Kristjáns fyrsti kaflinn úr sögunni „Börn- in í Löngugötu,“ og kvæðið „Vaglaskógur,“ sem birtist í Vorinu 1945. E. Sig. VAGLASKOGUR Á vordegi björtum ég Vaglaskóg leit, er vaknaSi jurtin ó bala. Og snærinn var horfinn úr sérhverri sveit ó sjóvarströnd jafnt og til dala. Þó fuglarnir kvóSu sinn fegursta söng, þeir fjölda af Ijóðunum kunnu. Ég heillaður gekk inn í hlynviða göng í hjartanu ylgeislar brunnu. Þarna var friður og þarna var kyrrð, í þögulum bjarkanna sölum. En ærslabrögð heimsins ei úti' eru byrgð, þar úði af sprundum og hölum. í frístundum sínum oft flýja menn torg, og flykkjast i Vaglaskóg allir. Burtu fró skemmtana og skarkala borg í skógarins ilmandi hallir. Blærinn strauk þýðlega bjarkanna krans, svo bylgjuðust skóglaufin grænu. Þoð var sem þær kinkuðu kolli til manns, og kvökuðu þrestirnir vænu þar uppi í greinunum óttu sér bú og önnuðst börnin sín smóu. Karlarnir drógu að dagverð með trú, en „dömur" í hreiðrunum lógu. Fnjóskóin þýðlega orti sinn óð, hún orti um fegurð og blíðu. ^ flún vökvaði blómin ó bakkanum hljóð með blótæru vatninu þýðu. Og niðurinn barst upp ■ bjarkanna göng, og blandaðist fuglanna kvaki. Og heyri ég cnnþó hinn heillandi söng hótypptum fjöllum að baki. 98 VORIÐ

x

Vorið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.