Vorið - 01.09.1967, Blaðsíða 8
HANNES J. MAGNÚSSON:
SYSTKININ í SÓLEY
FRAMHALDSSAGA
1. Við Öldunið.
Sóley nefnist ein af hinum óteljandi
eyjum á Eyjaflóa, sem skerst inn í land-
ið frá vestri. Hún er ekki stór, rúmlega
hálfur annar kílómetri að legnd, en fög-
ur er hún og hlýleg, og þó allra fegurst
á vorin og sumrin, þegar öll náttúran
er þrungin lífi og grózku. Lífiö er aldrei
fjölskrúðugra en þá. Þá standa allar
eyjarnar í marglitum kiæðum úr hlóma-
og jurtaskrúði. Sjórinn er fullur af fiski
og selum, og loftið dunar af vængjaþyt
og kvaki, en niðri í grasinu sitja unga-
mæðurnar á eggjum sínum, eða horfa á
unga sína heilsa nýju og fögru lífi á
björtum sumardegi.
Allar fjörur eru þaktar skeljum, alla-
vega skeljum og kuðungum. Þetta eru
tilvalin leikföng harnanna. Á Sóley er
gott að vera. Hún stendur dálítið ein sér
í þessu mikla eyjasamfélagi. Hún er sæ-
brött að norðan, en 'hallar mót suðri með
smáhæðum og klettaborgum, þar sem
fjölhreyttur gróður þrífst vel í skjólinu
fyrir norðanvindinum.
Á Sóley er einn bær og hefur svo ver-
ið um langan aldur. Umhverfis bæinn
er allstórt gamalræktað tún. í útjaðri
þess, rétt ofan við lendinguna, stendur
íbúðarhúsið. Lítið, laglegt timburhús.
Þarna framundan skerst ofurlítil vík inn
í ströndina. Þar er bátalending og lítil
trébryggja. íbúarnir í Sóley voru ekki
margir. Þar bjuggu hjónin Gestur Ein-
arsson og kona hans Halla Lýðsdóttir.
Gestur var búfræðingur frá Hólum, en
Halla var kennslukona að menntun. Þau
höfðu flutt ofan af landinu fyrir nokkr-
um árum og valið sér þennan afskekkta,
en fagra stað, til að gera að heimili
sínu og barna sinna. Þau áttu þrjú börn.
Einar 12 ára, Dóru 11 ára og Svan 10
ára. Börnin gátu ekki hugsað sér neinn
skemmtilegri stað en Sóley. Það var
þeirra heimur. Nógu stór og nógu víður
handa þeim. Hann bjó yfir fjölbreyttri
náttúrufegurð og fjölbreyttum náttúru-
gæðum. Þarna voru tvær kýr, þrjátíu
ær og einn hestur. Blessaður klárinn
hann Sóti var bezti vinur barnanna í
blíðu og stríðu. Hann var búinn að bera
þau um eyna margar ferðir, ýmist eitt
og eitt eða öll saman. Sóti var eins kon-
ar leikfélagi þeirra, en var auk þess not-
aður við heyskapinn á sumrin og til að
draga trillubátinn þeirra á iand, þegar
þess þurfti með.
--------Nú er vor. Fuglinn er alls-
staðar að verpa, bæði í bjarginu og til
og frá um eyna og út um allar eyjar —
alveg heim undir tún. Æðarfuglinn
verpir á Sóley, og kollurnar eru oft svo
spakar, að börnin geta klappað þeim á
bakið. Krían á hér einnig mikil varp-
102 VORIÐ