Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 9

Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 9
lönd, en hún er nú stirÖari í skapi. Hún er alltaf svo lirædd um eggin sín og ung- ana, að hún á í stöðugri styrjöld við alla þá, sem koma nálægt þeim. Börnin standa nú öll niður við vík- ina og horfa á sjófuglinn sveima þar um í leit að æti. Það var þeim að vísu eng- in ný sjón, en þau höfðu samt alltaf gaman af að sjá þessa spengilegu fugla leika listir sínar í loftinu. Það var ósvik- ið listflug. Frá þessum fuglum hafa mennirnir upphaflega fengið hugmynd sína um flugvélarnar. Nú renndu þeir sér úr háalofti í fallegum boga niður að vatnsskorpunni, gripu þar ætið, og flugu svo aftur í fallegum sveig upp í loftið. Gestur, faðir barnanna, var á sjó, og þau voru eiginlega að bíða eftir því, að þau sæju hann koma að landi. En það gat nú dregist. „Eigum við annars ekki að koma upp á Borgina og bíða þar, þangað til við sjáum hann koma?“ spurði Einar. „Við sjáum hann fyrr ef við verðum þar.“ „Jú, það væri ekki svo vitlaust,“ sagði Dóra. „En pa'bbi hlýtur nú að fara að koma að landi.“ „Jæja, komum þá, krakkar,“ sagði Einar. „Það er svo gott skyggni núna, að við ættum að sjá ,Svöluna‘ langt að.“ Vegna þess að börnin í Sóley höfðu engin önnur börn að leika sér við voru þau ákaflega samrýmd og skildu sjald- an. Þó að þau væru á dálítið mismun- andi aldri gátu þau þó leikið sér í sömu leikjunum og bar sjaldan á milli. Auð- vitað var Einar alltaf foringinn, en lof- aði binum þó alltaf að ráða í einstökum atriðum. Þau gengu nú upp á Borgina, en það var dálítil klettahæð utan við túnið. Sunnan í henni var grasvaxin brekka. Þar áttu börnin heilar hjarðir af fé. Það voru horn af kindum á öllum aldri, öðu- skeljar eða sauðarvölur. Þær voru nú raunar aðeins lítil lömb. Þá voru þarna sauðarkjálkar og mikið af kúskeljum, þetta áttu að vera kýr. Loks voru þarna sauðarleggir. Það voru hestarnir þeirra. Hornin, leggimir, völurnar og sauðar- kjálkamir voru allavega lituð. Skelj- arnar voru aftur á móti með sínum eðli- lega lit eins og þær komu úr djúpum hafsins. Slíkan fjölda af búpeningi var ekki að finna nema hjá stórbændum: Nei, Það var ekki búið smátt hér í Sól- ey. Þá var þarna stór fjárrétt, fjárhús og fjós, og svo auðvitað hesthús. Annars bar allur þessi búpeningur það með sér, að hann var því vanari að hafast við undir berum himni en inni í gripahús- um. I öllum smalamennskum og göngutn ráku þau fé inn í réttina og höfðu þá kálfsvölur fyrir hunda. Það gekk þá betur að smala. Þær voru ýmist litaðar bláar eða rauðar, þó að þau hefðu raun- ar aldrei séð hunda með þeirn lit. Kýrn- ar ráku börnin venjulega í fjósið á hverju kvöldi. Það vildi þó stundum gleymast, þegar mikið var að gera. Það gerði ekki svo mikið til. Þau höfðu heyrt að kýmar uppi í sveitinni væru oft látnar liggj a úti. Það var bara heil- næmara fyrir kýrnar svona um hásum- arið. Þessa búskaparleiki gátu börnin endurtekið aftur og aftur, þó með alls konar breytingum. Stundum létu þau féð týnast og var Dóru venjulega fengið VORIÐ 103

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.