Vorið - 01.09.1967, Side 14

Vorið - 01.09.1967, Side 14
Enginn maður í húsinu hafði hug- mynd um mannveru, sem læddist að kjallaraglugganum og skreið svo inn um hann, gekk síðan hljóðlega upp stigann og inn í stofuna. Enginn hafði minnstu hugmynd um, að ósvikinn innbrots- þjófur var kominn inn í húsið. Með mikilli varkárni studdi þjófurinn á hurðarhandfang stofunnar og læddist inn. Hér hlaut að vera margt, sem borg- aði sig að komast yfir og taka með sér. Hann var einmitt á leiðinni inn gólfið í áttina til skápsins, þar sem allur silfur- borðbúnaðurinn var, þegar óhappið vildi til. Hann hafði auðvitað ekki kom- ið auga á köttinn í þreifandi myrkrinu, og nú steig hann með öðrum hælnum ofaná skottið á Baldri. Baldur, sem lá í bæli sínu í værum svefni, rak nú upp ægilegt ýlfur, sem hefði getað vakið menn upp frá dauð- um. Að minnsta kosti vöknuðu allir í húsinu við þetta neyðarkall. Og þar með byrjaði ævintýrið. Innbrotsþjófurinn heyrði nú, að fólk var komið á stjá í húsinu, og honum var Ijóst, að hann varð að hætta við áform sín og reyna að forða sér. Hann sneri snögglega við og hentist niður kjallarastigann og ætlaði að hverfa út sömu leið og hann kom. En hann hafði ekki tekið köttinn Baldur með í þennan útreikning. Með einu heljarstökki hentist köttur- inn upp á herðar þjófinum og þar klór- aði hann sig fastan, svo að þar reyndist þjófnum ómögulegt að hrista hann af sér. Þjófurinn komst niður kjallarastig- ann, gegnum kjallarann, og upp í glugg- ann. Baldur hélt sér stöðugt blýföstum á herðum þjófsins og vildi ekki sleppa taki sínu. Innbrotsþjófnum tókst að komast út um gluggann og þaðan hljóp hann sem fætur toguðu niður götuna. A þeirri leið gerði hann ýmis fáránleg stökk og hopp til að reyna að losna við köttinn. En kötturinn sat blýfastur á sínum stað og hafði alls ekki í hyggju að sleppa taki sínu. Hann fór þvert á móti að fikra sig hægt og hægt lengra upp og brátt var hann kominn alla leið upp á hnakka á þjófnum og nú byrjaði skemmtunin fyrir alvöru. Baldur Iæsti klónum inn í höfuðleðrið á þjófnum og gerði það svo harkalega, að maðurinn rak upp hljóð. Kisi nam ekki staðar hér, heldur klifraði enn lengra, og brátt sat hann alveg uppi á höfði mannsins og læsti þar klónum föstum í hárlubba hans með öllum fjór- um fótunum. Við og við klóraði hann með framlöppunum niður á enni manns- ins, en þegar maðurinn ætlaði að verja sig með höndunum, klóraði kisi í þær af mikilli heift. Einu sinni náði Baldur svo langt nið- ur með klæmar, að hann klóraði í ann- að augað, og þá var þjófurinn raunveru- lega sigraður. Það fór að blæða úr auganu og þjóf- urinn missti nú að mestu sjónina, ein- mitt á þeirri stund, er hann þurfti mest á henni að halda. Hann var á mikilli ferð, og þegar hann kom að ljósastaur, varð ekki komist hjá árekstri. Maðurinn rak ennið í staurinn, svo að söng í. Og svo mikið var höggið, að honum sortnaði fyrir augum og hann 108 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.