Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 22

Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 22
en og Færeyja. Á næsta ári er ráðgert að taka upp flugferðir til Frankfurt í Þýzkalandi. Færeyjaflugið hófst sumarið 1963, fyrst með DC-3 flugvélum, en frá 1966 með Fokker Friendship flugvélum. — Fyrsta árið, sem Flugfélag Akureyrar, en svo hét félagið í byrjun, starfaði, voru íiuttir 770 farþegar. Það var árið 1938. Á síðastliðnu ári urðu farþegar Flug- félagsins nokkuð yfir 160.000, og getur hver og einn reiknað út hve mikill hundraðshluti það er af öllum íbúum landsins, sem nú munu rúm 196.000. Hjá Flugfélagi íslands starfa nú fast- ráðnir um 360 manns, karlar og konur. Erlendis hefur félagið skrifstofur í Glasgow, London, Frankfurt am Main, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló og Bergen. Á skrifstofum félagsins erlendis starfa íslendingar og útlendingar jöfnum höndum, og félagið hefur tekið upp þá ófrávíkjanlegu stefnu, að á skrifstofum þess skuli alltaf vera Islendingar að miklum meirihluta. Eg hef orðið þess var, að íslending- ar, sem erlendis ferðast, telja þetta mik- inn kost, og finnst jafnvel sem þeir séu komnir heim, er þeir heimsækja skrif- stofurnar, spjalla við fólkið og líta í íslenzk blöð o. s. frv. Flugliðar Flug- félags íslands eru allir íslenzkir og svo mikill er flugáhugi landsmanna, að ætíð gengur vel að fá hæfa iH*nn og konur til starfa, enda er starf um borð i flugvélum eftirsótt, og þykir gjarnan nokkurt ævintýri, þótt tækni og fram- farir í gerð flugvéla, svo og breyttar að- stæður hafi með tíð og tíma skapað á- ætlunarflugferðum fastan sess, þar sem fátt skeður annað en það, sem fyrirfram er ákveðið. En að sjá önnur lönd, kynn- ast öðrum þjóðum, vera kannski kl. 3 heima á íslandi, en kl. hálf sex í Kaup- mannahöfn, er það ekki einnig ævin- týri? Um næstu stórátök Flugfélagsins er ekki gott að segja. Slíkt fer að sjálf- sögðu eftir aðstæðum í heiminum og á íslandi. Störf Flugfélags íslands, þjónusta félagsins við landsmenn, eru svo nátengd öðrum þáttum félagslífs og atvinnulífs, að það verður ekki á milli skilið. Gangi landsmönnum efnahagslega vel, vegnar Flugfélaginu einnig vel, gangi miður, kemur það einnig niður á starfsemi þess. Næsta stórátak í sögu félagsins myndi ég halda að yrði kaup annarrar Boe- ing-727 þotu, en félagið stefnir að því í framtíðinni, að allt millilandaflug þess, að undanteknu Færeyjaflugi, verði flogið með þeirri fullkomnu gerð flug- véla. Innanlands munu Fokker Friendship flugvélarnar bera hita og þunga flugs- ins. Það hefur verið og er gæfa Flugfé- lags Islands, að þar hafa ætíð ráðist til starfa menn og konur með sannan áhuga fyrir málefninu, og hafa helgað þvi starfskrafta sína óskerta og unnið félag- inu að ráðum og dáð. Þótt Flugfélag Islands sé nú meðal stærri íslenzkra fyrirtækja, er það samt mjög smátt í samanburði við erlend risaflugfélög. í dag keppir Flugfélagið á ýmsum flugleiðum við erlend félög, með margfalt fjármagn og margfalt 116 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.