Vorið - 01.09.1967, Síða 23

Vorið - 01.09.1967, Síða 23
INGÓLFUR JÓNSSON FRÁ PRESTSBAKKA: BLÓMÁLFURINN BLÆR I. Blómálfurinn var svo lítill, að það var ekki hægt að sjá hann með berum augum. Ekkert barnanna á Brekku sá hann nema Rúnar litli og það var vegna þess, að hann álti svo fallegt og merki- legt gler, sem hann hafði fundið rétt 'hjá hænum út í svokölluðum Hesthús- nióum. Glerið var strendingur í laginu eins og blýantur, mjótt í þann endann, sem það var heilt. Þegar Rúnar fann glerbrotið, var bjartur vordagur. Fyrstu blómin voru húin að birtast hér og þar á túninu og **********>m-*******>m->m-**>m-* fleiri flugvélar og starfsfólk, og sú sam- keppni mun fara vaxandi á komandi ár- um. Það verður því í framtíðinni, ekki síður en fyrr á árum, þörf fyrir fólk til starfa hjá félaginu, sem gegnir störfum sínum af skyldurækni og áhuga fyrir málefninu. Flugfélag íslands var upphaflega stofnað á Akureyri, með það eitt í huga, að veita landsmönnum þjónustu. Þessu markmiði hefur félagið aldrei glatað. Það hefur reynt að þjóna landsmönnum sem hezt á hverjum tíma án þess að hugsa um skjótfenginn gróða og félagið treystir því, að landsmenn muni meta þetta starf og standa saman um Flug- félag íslands, félag allra íslendinga. fuglarnir sungu og alit iðaði í lífi og ljósi. Rúnar litli hoppaði eftir móunum upp og niður, alla þessa stóru móa, því að hann var aðeins sex ára og það var löng leiðin upp í brekkuna, þar sem hann átti hú með bræðrum sínum. Búið var stórt og reisulegt og ekki skorti þá búféð. Leggir, skeljar og horn og margt annarra dýrgripa áttu þeir þar. Þegar Rúnar var rétt kominn yfir mó- ana, sá hann glitta á eitthvað milli þúfna. Hann nam staðar og gætti betur að. Jú, þetta var það allra fallegasta gler, sem hann hafði séð. Hann leit í gegnum það, og dáðist að litadýrðinni, sem birtist honum. Bræður hans mundu sáröfunda hann af glerinu. Hann flýtti sér nú enn meir upp í brekkuna. Þegar þangað kom, settist hann við fjárhúsin og horfði í kringum sig. Hann var aleinn, því að bræður hans höfðu farið í heimsókn á næsta bæ, en skilið hann eftir, þar sem hann var svo lítill, enda var hann langyngstur. Jói, sem var næstur honum að aldri, stór tíu ára strákur, hafði raunar sagt, að þeir yrðu að hafa einhvern heima til að gæta bús- ins og þau orð hans höfðu glatt Rúnar. Þeir treystu honum, hræður hans, þótt hann væri lítill, til að sjá um búskapinn. Rúnar tók nú fram nýfundna glerið og horfði á fífil, sem óx þar rétt hjá. VORIÐ 117

x

Vorið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.