Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 24

Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 24
Þetta var ósköp venjulegur túnfífill, en hann óx upp á veggnum á stærsta kofan- um, sem þeir bræðurnir höfðu byggt, en kofinn var nú raunar samt ekki hærri en svo, að hann náði Rúnari í öxl. — Hvað er þetta! hrópaði Rúnar. Hann sá lítinn dreng, klæddan rauð- um fötum með bláa topþhúfu á höfði, standa upp á krónu fífilsins og veifa til sín. Þessi drengur var svo lítill, að hann var minni en nöglin á minnsta fingrin- um á Rúnari, en þó sá hann drenginn greinilega. Rúnar tók glerstrendinginn frá aug- anu og þá sá hann ekki drenginn, en um leið og hann brá strendingnum aftur fyr- ir augað sá hann hann greinilega. — Hver ert þú? spurði Rúnar og færði sig nær kofaveggnum með gler- strendinginn fyrir augunum. — Ég, ég er blómálfur, heyrði Rúnar sagt með lágri en greinilegri röddu. —- Blómálfur, .... hvað er það? spurði Rúnar aftur........Amma hefur stundum talað um álfa, en ég hélt að þeir ættu heima í klettum, en ekki blómum og væru ekki svona voða litlir. — Ég er ekkert lítill, sagði blómálf- urinn, — það er bara þú sem ert svo stór. Blómálfar búa í blómum, ljósálfar í sólargeislum, bergálfar í björgum og klettum, en dökkálfar í djúpum. Svo eru margir fleiri álfar, en þetta er nóg fyr- ir þig að vita í einu. — Já, meira en nóg, svaraði Rúnar. — En sjáðu, ég er bara sex ára. Bræður mínir eru báðir eldri og stærri en ég. Átt þú kannski líka stóra bræður? Og svo langar mig til að vita, hvað þú heit- ir. — Ég á mörg þúsund bræður og við komum alltaf á vorin með blómunum. Svo á ég líka margar systur. Ég heiti Blær og ég kann vel við mig hérna hjá ykkur bræðrunum. — Hvers vegna hef ég ekki séð þig fyrr? spurði nú Rúnar. — Það er af því að þá hafðirðu ekki fundið glerið. Og svo hefur þú augu, sem sjá álfa gegnum gler. — Geta bræður mínir þá ekki séð þig, Blær, blómálfur? — Nei, það geta þeir ekki, svaraði álfurinn. — Þeir hafa ekki eins augu og þú. En það gerir ekkert til. Við getum verið vinir og ég get sagt þér margar sögur frá blómálfaiheimi, ef þú vilt. — Já, það vil ég endilega, góði Blær. — Mér þykir svo voða gaman að sög- um. Amma segir mér stundum sögur og mamma, en það er ekki alltaf svo, að þær geti það, því að þær hafa oft svo mikið að gera. — Ég ætla þá að segja þér söguna af Brá blómálfastúlku: Brá er systir min, ein af mörgum, undur falleg og fínleg, en dálítið löt. Það mega blómálfastúlkur ekki vera. Þær þurfa, eins og við drengirnir, að vakna með blómunum á morgnana og heilsa ljósálfunum, sem koma með sólar- geislunum og biðja þá fyrir blómið sitt. En Brá svaf alltaf lengur og lengur á morgnana og ljósálfarnir urðu svo leið- ir á henni, að þeir hættu að vekja blóm- ið hennar. Þá fór blómið liennar að visna og svo dó það og Brá fór að Ieita að öðru 118 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.