Vorið - 01.09.1967, Page 30

Vorið - 01.09.1967, Page 30
LOA TALAR VIÐ BANGSA Einu sinni, þegar Lóa litla hafði ekki við neinn að tala og lét sér leiðast, tók hún Bangsa gamla út úr skáp, lét hann setjast fyrir framan sig og fór að ræða við hann: Lóa: — Hvað ertu annars gamall, Bangsi minn? Bangsi: — Ha — gamall? Ég veit það ekki.“ Lóa: — Ertu 5 ára? Ertu kannski hundrað ára? Bangsi: — Já, ætli það ekki. Lóa: — Kanntu nokkrar vísur? Bangsi: — Vísur? Hvað er það? Lóa: — Nú það eru bara vísur, sem hægt er að kveða og syngja. Til dæmis: — Afi minn fór á honum Rauð. Bangsi: — Nei, ég kann engar visur. Lóa: — Eigum við að koma í mömmu- og pabbaleik? Ég verð mamman, en þú pabbinn. Bangsi: Hvað er að vera pabbi? Lóa: Nú, þú átt að passa börnin, þeg- ar ég er ekki heima. Þú átt að skipta um bleyjur á þeim, þegar þau pissa á sig. Svo áttu að þvo upp fyrir mig diskana og bollana, kannski þvo þvottinn og fara fyrir mig í búðir. Bangsi: — En hvað ætlar þú að gera? Lóa: — Ég á að elda matinn, búa um rúmin og sauma föt á börnin. Bangsi: — Hvaða börn. Lóa: — Nú, börnin okkar, auðvitað. Bangsi: Eigum við einhver börn? Lóa: Nei, ekki ennþá, en við ætlum að eiga tíu börn. — Er það ekki, Bangsi? Bangsi: Ég veit það ekki. Mér er sama. Lóa: Veiztu það Bangsi, að nú eru jólin að koma? Bangsi: Jólin, hvað er það? Er það eitthvert dýr? Lóa: — Nei, nei, það er hátíð. Þá fá allir fín föt og jólagjafir. Bangsi: — Ég fæ víst engin fín föt. Eg á bara þessi gömlu föt. Lóa: — Þú ert alltaf svo fínn, Bangsi minn og sætur á svipinn (kyssir hann á nefið). Bangsi: — Ég sætur? .... Jæja? Lóa: — Eigum við nú ekki að fara að hátta og sofa, Bangsi minn? Bangsi: — Ég sef aldrei. Lóa: Sefurðu aldrei? Ertu þá aldrei syfjaður? Bangsi: —— Syfjaður? Hvað er það? Lóa: — Þú ert svo voðalega heimskur, Bangsi, að það er varla hægt að tala við þig. Bangsi: — Heimskur? Er vont að vera heimskur? J-,óa: — Já, það er voðalega leiðinlegt að vera heimskur. Heimsk börn læra ekkert í skólanum. Bangsi: — Ég vil ekki fara í skóla. Lóa: — Hvers vegna ekki? Bangsi: — Af því bara. Af því að ég er heimskur. Lóa: — Jæja. Góða nótt, Bangsi minn. Bangsi: — Góða nótt. 124 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.