Vorið - 01.09.1967, Side 36

Vorið - 01.09.1967, Side 36
„Beljandinn beljar hótt." Við hylinn fengum við okkur snarl. Gosdrykkir og kex var þar aðaluppistað- an. En það var sama sagan, lítið var liægt að stoppa vegna hins svala norð- ankalda og þar af leiðandi varð minna úr söng en skyldi. Síðasti viðkomustaður var svo við Beljandann, sem er um einn og hálfan km innan við Gljúfrahyl. Beljandinn er ekki hár foss, en hann er einkar fallegur og minnir örlítið á Goðafoss, þó vatnsmagnið sé mikið minna í þeim fyrrnefnda. Undir fossin- um er djúpur hylur og þar hafa oft reiðzt dágóðir laxar. Á sléttum bala sunnan við fossinn var lagið tekið og sungið „Vorvindar glaðir,“ „Sólin gyllir grund og mó“ o. fl. Síðast var svo sungin ein vísa, sem tileinkuð var þessu ferðalagi. Til gain- ans )æt ég hana fylgja, en hún var sung- in undir laginu „Frjálst er í fjallasal.“ Beljandinn beljar hátt bergið við svart og grátt, hringiður hylnum í streyma. Við syngjum þér lítið ljóð lúin og ferðamóð, Við munum þig daglega dreyma. Eftir nokkra viðdvöl við fossinn var snúið heim á leið og gekk heimförin vel. Til uppfyllingar í þessa frásögn fylgja hér nokkrar myndir úr ferðalaginu. Guðjón Sveinsson. t > f Síðhærðnr „táningur" kom eitt sinn V f inn á hárskerastofu og settist í einn n f stólinn og beið þar. I hvert sinn, sem A f röðin kom að honum að fá klippingu, (I \ færði hann sig til, yfir í næsta stól. r A Þegar þetta hafði gengið svo í marga < # klukkutíma, sagði hárskerinn við hann: f „Jæja, ungi maður. Ættum við ekki f að fara að Ijúka þessu?“ p \ Hinn vongóði ungi maður svaraði: f 1 „Eg ætla alls ekki að láta klippa mig. f |l Ég er bara að fela mig fyrir pabba. En f f þetta er staður, þar sem honum dettur \ sízt í hug að leita að mér.“ i Pétur litli hafði lært kurteisi og með- A al annars það, að standa upp fyrir i p gömlu fólki í strætisvagni. Dag nokkurn I1 p þegar hann fór með vagninum og sat I |l á hnjám föður síns, kont inn í vagn- f (• inn gömul og mjög feit kona. Þá spratt \ I Pétur upp, hneigði sig og sagði: A * „Gjörið svo vel að setjast í sætið J mitt.“ f 130 VORIÐ

x

Vorið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.