Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 40

Vorið - 01.09.1967, Qupperneq 40
huga vörurnar. Fyrst voru þaíi tálgu- hnífarnir. Hann tók nokkra þeirra og reyndi eggina með tungunni. Nú athug- ar hann húfurnar. Hann athugar þær og mátar á skallann á sér. Þegar Áki lítur fram, er Hilmar al- einn við borðið. Amma er úti og Ragna beygir sig yfir eina skúffuna. Allt í einu hverfur húfan, sem hann hafði í hend- inni. Og þegar Ragna lítur upp, strýkur hann á sér skeggiö og fær hana til að brosa að því, sem hann segir. Svo snýr hann sér við og ætlar að taka bakpok- ann. Nú fyrst áttar Áki sig á, hvað gerzt hefur. Hann veltir um stólnum. Með tveimur skrefum stígur hann fram í búð- ina, baatir einu við með hækjunum, grípur um hálsinn á Hilmari og veltir honum um koll. Ragna skilur ekki hvað er að drengn- um. Hún gerir ekkert en starir undrandi á þá í áflogum á gólfinu. Hilmar reynir að rísa á fætur og hrista Áka af sér. En Áki heldur honum niðri, og þegar amma kemur aftur, hefur hann náð húfunni og heldur henni uppi. — Hann tók húfuna, stamar hann. Hann áltar sig ekki á því, að þegar Hilmar kemst á fætur, vill hann fara út. Hann sér ekki, að amma stöðvar hann og tekur tálguhuíf og kexpakka af honum. Hann heyrir alls ekki, hvernig Hilmar kvartar yfir gleymsku sinni. En þetta ætlar hann að borga. Það gerir hann. Húfuna borgar hann líka. — Svona mikla verzlun hefur þú ekki gert við mig áður, segir amma. — Og svo máttu vera ánægður yfir að sleppa með þetta. Áki tekur heldur ekki eftir, að amma hans kinkar brosandi kolli til Rögnu, þegar Hilmar snautar út. — Ég hef lengi haft hann grunaðan, segir hún. Áki hafði orðið var við nokkuð mark- vert, — dálítinn sting í vinstri mjöðm- inni. Hann situr á gólfinu og bíður eftir að það komi aftur. Hann fann þetta um leið og hann tók á og náði húfunni af Hilmari. Hann áttar sig fyrst, þegar amma hans spyr, hvort nokkuð sé að. — Ekki neitt, svarar hann glaðlega. Hann hafði nærri sagt henni frá þess- ari nýju tilfinningu í fætinum, en sneri því upp í að segja henni frá, hvemig har að, að hann greip Hilmar. — Þú ert duglegri en ég hafði búist við, segir amma hans, og lítur glaðlega til hans. Áki getur ekki dulið, hve þessi orð hennar gleðja hann. — En hún hefði átt Iíka að vita hitt, að það er að koma líf í fótinn, hugsar hann með sjálfum sér og minnist meðalsins frá henni, þar sem hann situr inni við borðið. Hvað hafði hún svo sagt? Annað atvik gerist þennan dag, sem gleður hann enn meira. Amma sækir sumarfrakkann sinn og setur undarleg- an hatt á höfuðiö. Hann er risastór með tveimur löngum fjöðrum, sem titra og skjálfa, eins og þær veifi til allra, þegar hún fer af stað. Hún er ekki lengi í burtu. Hann áttar sig ekki á því, að hún er komin aftur, fyrr en hún stendur við hlið hans og tekur heilan bunka af seðlum upp úr löskunni. — Ég vildi óska, að ég ætti þessa peninga í fimmeyringum, segir 134 VORIÐ

x

Vorið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vorið
https://timarit.is/publication/378

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.