Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 5

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 5
B J A R MI. 53 það er komið í óefni þarna með hann Pál — hræðilegt óefni“. „Með hann Pál?“ Já, hann Pál, nýja vinnumanninn, sem ég hefi ráðið til mín, eins og þúveizt". „Nú, hvað er þá að honum?" „Já, nú skaltu fá að heyra, hvað hann Haraldur bróðir minn skrifar mór, ég skal nú lesa það fyrir þig. Þá verð ég að segja að“ — nei, ekki er það þetta — „dansleikurinn hjá honum Grön stórkaupmanni“. — Hérna kemur það: „Elskulegi Lúðvig minn“, skrifar hann, „hvað er þetta, sem óg heyri skrifað um þig? Þú ert þó vænti ég ekki far- inn að verða trúhneigður á elliárum þínum? Það liggur reyndar í loftinu þarna á ströndinni hjá ykkur, þó að þið, sem búið upp í sveitinni, hafið komist hjá því, að því sem ég frekast veit. Mér hefir sem sé verið sagt, að þú hafir ráðið til þín vinnumanninn hans Vilhjálms, og hann er alveg ærður af þessum trúarvingls heilabrotum. Hann er einn af þeim allra heilögustu skal ég segja þér, alveg eins og hengilmæna, lyftandi augum til himins, með borð- bænir og annais alt það, sem því far- gani er samfara". Eru þetta ekki býsn mikil“, mælti Lúðvig og rauk upp af stólnum, „þetta ei nú það, sem hann skrifar mér. Hvernig gat manni dottið annað eins í hug, þegar óg róði strákinn hingað. Hann er þá heilagur — tókstu eftir því — hann er heilagur og þetta eigum við að hafa samvistir við á hverjum ein- asta degi“, og svo þeytti hann bréfinu á borðið og æpti í ofboði: „Nei, nú kast- ar alveg tólfunum — og segja svo ekki frá því. Má nokkur maður bjóða sér annað eins? Er það ekki sama og það væru leyndir lestir, gerir það ekki vist- arsamninginn ógildan? Nei, Berta — heilagur — það get ég ekki þolað — nei, faii ég þá sem ég þoli það. — Ég ætla að missa andann við að hugsa til þess. Það dregur mig til dauða að vera samvistum við aðra eins óhæfu“. Hann æddi aftur og fram um gólfið nokkrum sinnum og staðnæmdist svo að lokum frammi fyrir systur sinni og mælti: „Hvað segir þú um þetta, Berta? Þú segir ekki neitt?" „Nei, hvað ætti ég að segja“, svaraði hún svo róleg, að Jmðvig rak í roga- stanz. (Framhnld). Allir eittí í fyrirbæninni dýrðlegu, sem frels- ari vor bað lil síns himneska föður fyrir postulum sínum, þá biður hann síðast fyrir öllum þeim, sem á bann myndu trúa fyrir þeirra orð: »Svo að allir séu eitl, eins og' þú, faðir erl í mér og ég í þér, svo að þeirséueitt í okkurog beimurinn trúi, að þú hafir sent mig«. Hann biður fyrir oss öllum, sem trúum á hann, að vér séum eitt, svo innilega sameinaðir hveröðrum, eins og bann er sameinaður föðurn- um. Af þessari einingu lærisveina Jesú á svo heimurinn að trúa því, að faðirinn bafi sent bann í beim- inn til þess að gera synduga menn sáluhólpna. Af þessu er auðsætt, bversu aíar- áríðandi eining Krists lærisveina er. Hún leiðir vantrúaða menn til Krists. Er það ekki óumræðileg blessun. Með bverju geturn við fremur gert frelsara vorn dýrðlegan? Einingin cr einhlitasta ráðið til þess. Allir eilt! Látum oss eigi úr minni líða þýð- ingu einingarinna: Sameinaðir stöndum vér; en — sundraðir föllum vér, og þá óvirðum vér frelsar vorn og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.