Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 9

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 9
B .1 A R M I 57 frá þessum hermdardögum. M'á þá fyrst nefna þá Hjálmarssonu, IJál og Halldór, erbáðirvoru merkustu menn. Páll varð síðar prestur á Stað á Reykjanesi, en Halldór andaðist skömmu eftir fyrri aldamót (1805) í Hofstaðaseli í Skagafirði. Enginn af hinum síðustu Hóla* mönnum hefir verið þvílikur ræktar- maður sem Halldór. Áður en skjalasafn Hólaskóla er sent suður, skrifar hann það upp l)lað fyrir blað, eins og hann orðar það sjálfur, »til þess að fróðleikur þess allur fari þó ekki úr Norðurlandi«. IJá er Hall- dór kominn i elli, og varla er annað hægt að sjá en að hann hafi skrifað sér bana af rækl við stólinn og menj- ar hans. Þeir bræður, Páll og Halldór, voru lielzlir lil fyrirsvara af liinum seinustu Hólamönnum, því að »officiallinn« síra Þorkell Ólafsson var þá gamall, enda friðsamur maður, og Iét því ekki mjög til sín taka. Eg er ekki Norðlendingur, og mætti því ælla, að ekki sæti á mér að halda þessu efni svo mjög fram, ég er ekki lieldur kennimaður, og íuyndi því öðrum standa þetta nær. En ég get blált áfram ekki orða hundist, úr því að svo nærri þessum málum er nú stefnt, og ég líl svo á, að sóma kyrkj- unnar og kristninnar hér á landi verði ekki með öðrum hætti fullborgið, eigi ríki og kyrkja framvegis að verða í sameiningu hvað við annað, en með því að endurreisa Hólastól liinn forna fyr eða síðar. Þótt ég að visu geri mér engar gyllingar um það, að þessu máli verði nú ráðið til þeirra lykta, sem æskilegast væri, þá finnst mér það þó skylda min, að gerast tals- maður þess, ef ríki og kyrkja eiga annars að vera i sambandi, fram- vegis, sem litlar likur eru lil að nokkur breyting verði á fyrsl um sinn. Og enn sýnist ekki vera dautt í öllum kolum á Norðurlandi um það að fá Hólastól endurreistan. Eða hvað merkja prestafundir þeir annað, er þar hafa nú verið haldmr um all- mörg undanfarin ár? Og liefir eigi hið mikla skáld Norðurlands nýlega sung- ið um hinn lorna Hólastól og endur- urminningu hans lof og dýrð einmitt við þau tækifæri? Er þetta ekki að virða sem eins- konar viðleitni lil þess að kveða upp — liafði ég nærri sagt, byskupsdæm- ið norðlenzka? Það sem ég vil fá og vona að geta fengið framgengt að sinni, og er að minsta kosli í áttina í þessu efni, er að skipaðir verði 2 »officiales« (vígslu- biskupar), annar lyrir norðan land, en hinn fyrir sunnan; hefir mér og öðrum meðnefndarmanni mínum (sra Sigurði Gunnarssyni) komið saman urn það, að laun hafi þeir engin; en þó vil ég að þeir lai »gratiale« (500 kr.) þegar þeir vigjast og svo borgun eft- ir reikningi fyrir starfa sinn. Þetta er svo sanngjörn krala að ég vænti þess fastlega að þingið fallist á hana1. — — Frækorn hafa 22. f. m. flutt langt mál út af ummælum Ásmundar bónda Benedikts- sonar umadventista-trúboðib,sem Bjarmi flutti 15. febrúar. Það kemurekki svo oftfyrir að reyndir og valinkunnir bændur ræði trúmál í blöðum vorum; þess vegna væri það eigi fi-jálslegt að synja þeirn rúms, þá sjaldan þeir láta til sín heyra, og það undir sínu fulla nafni. 'j Nokkrum eggjunnroröum er liér slept, en þess skal getið, að þótt þingið feldi írumvarpið um Hólabiskup, eru allar líkur tii að liitl gangi fram, að 2 vigslubiskupar verði scttir,~og verði þá annar þeirra norðanlands og vigður að Hóluui.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.