Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 13

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 13
B J A R M I C1 eins í því efni sem öðru og því er hæll við, að viljinn sé af skornum skamti, að því er kyrkjurækni snert- ir. Jeg er hræddur um, að þeir muni vera tiltölulega fáir í sóknum mínum, sem biðja fyrir mér og starfi rnínu, en það getur verið að mér skjátlist, Guð veit það. En þrátt fyrir alla deyfðina og áhugaleysið, er jeg þó sannfærður um, að i djúpi sálnanna felst guðsótti og sönn trú; en það er eins og það þurti að lirista það upp, koma sterkri hreifmgu á sálarlífið, svo að það komi í ljós. Þessa von mfna byggi ég á því, að ef eitthvað kemur fyrir, sem komið getur and- lega lífinu í hreyfingu, eins og t. d. ef einhver á bágt cða verður fyrir tjóni, þá eru nienn mjög vel sam- laka til að hlaupa undir hagga með hinum bágstöddu, en það eru verkanir sem trú og guðsólti eru or- sök að. Það er sannfæring mín, trú og von, að ef islenzka þjóðin yrði fyrir sterkum trúarlegum álirifum, livort sem þau koma frá erlendum þjóðum eða drottinn vekur upp vor á meðal trúarhetju, sem kann hin réttu lök á hugum rnanna, þá mun gunn- fáni Jesú blakta yflr hverju heimili á landi voru, öll þjóðin safnast undir merki hans; því það er sannfæring mín, að í hverju einasta mannshjarta sé, ef ekki sýnileg, þá þó að minsta kosti fólgin frækorn til eilífs lífs, sem að eins þurfa að vökvast á rétttan liátt til þess að þau beri ávöxt. En hvenær koina þau Irúarlegu áhrif, sem eru svo kröftug, að þau gela vakið þjóð vora af svefnmókinu til sannar- legs trúarlífs? Það skulum vér fela Guðs alvizku og gæzku, því það meg- um vér vita með vissu, að það verð- ur á hinum hentugasla tíma; en dýrð- legt verður að lifa þá, ánægjulegt verður þá að vera sem starfandi með- limur i víngarðinum. En vér, sem nú erum starfandi menn í víngarði Drott- ins, vér megum ekki gefasl upp við það, þó ávöxturinn af starfi voru sé lítill; Drottinn lítur á erfiðleikana, sem vér eigum við að stríða, og liann metur starf vort eftir þeim vilja, sem það er unnið með, en ekki eftir ár- angrinum. Orðlak vort á að vera: »Ora et laboraci. Störfum því í Jesú nafni, þó ávöxturinn virðist lítill eða cnginn, biðjum Guð að vera í oss veikum máttugan, biðjum hann að láta þá heill sem fyrst hlolnast þjóð vorri, að fjöllin á fósturjörð vorri bergmáli siguróp liðsmanna Drottins vors Jesú Krists. Vigfús Pórðarson. Vitnisburður sjúklings. (Ur bi'ón frá sjúkling, sem verið heHr 7 ár rúmf.) Þú ferð nú nærri um líðan likam- ans, hún er mjög lík nú, eins og þeg- ar við sáumst seinast (fyrir 2 árum). Eg ligg allaf á hakinu langar oll lil að skrifa, en auk máttleysisins þjáir giglin alla mina limi og þess vcgna verður pennahaldið margan daginn ómögulegt, höfuðið fer heldur ekki varhlula af henni og þá er nú ekki um að tala, nema að reyna að vera þolinmóður og vona. Mér dettur slundum í hug lil hvers Guð minn láti mig lifa svona þegar ég svo fer að athuga það, þá finst mér hann muni gjöra það lil þess að gefa mér lækifæri lil þess að þekkja sjálfan mig og sjá hvað ég liefi breytt ólíkt því sem mér bar að gera; þelta sé ég all af betur og belur, endurminning- ar fyrri tíma draga nú fram skýrar myndir af syndum mínum, og það er alt annað en gleðjandi að minnast þeirra, samvizkan leggur þær i vogar- skálina, en hvað hel' ég lil að láta vega á móti?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.