Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 10

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 10
58 B J A R M I Og þau orð og ummæli hins heiðraða höfundar, sem sneria adventistatrúboð- ið, eru alveg samkvæmt þeim dómum, sem það trúboð hefir fengið og fær hvarvetna í lúthersku kyrkjunni. Yér höfum hér í blaðinu gert fullljósa grein fyrir skilningi vorum á flestum þeim atriðum, sem ágreiningnum valda milli vor og adventista og leyfum oss að skírskota til þess. Erindreki ad- ventista-trúboðsins hér má við því búast að sérskoðanir hans verði fyrir mótmæl- um; og sé hann sannfærður um, að hann hafi rétt fyrir sér, þá ætti hann að taka mótmælunum með stillingu, treystandi því, að sannleikurinn vinnur sigur um síðir. En það er eins og hann vanti þetta traust, en þá hlýtur líka sann- færing hans að vera á reiki. Ekki getum vér séð, að honum sé nokkur veruleg stoð að því, þó að ein- hverjir af höfuðskörungum lúthersku kyrkjunnar hafi um eitt skeið haft lik- ar sérskoðanir og hann á því og því atiiði, því oss vitanlega gerðu þeir það aldrei að neinu kappsmáli. Sannfæiing þeirra var ekki nógu sterk til þess, eða þeir hafa séð jafnframt, að þau atriði voru eigi svo þýðingarmikil, að vert væri að gera þau að sundurþykkjuefni. En adventistarnir hafa einmittgert það, sem hinir vildu elclci gera, og þess vegna veldur trúboð þeirra sundrung í kyrkj- unni, hvar sem það nær sér niðri. Lesendum blaðs ^vors má vera það kunnugt á hverju vér byggjum trú vora i þessum ágreiningsatríðum. Vér höld- um vorri sannfæringu jafn hiklaust fram fyrir því, þó að Lúther eða Vilhelm Béck eða hver sem helzt annar hafi einhverntíma verið á öðru máli. Vér teljum oss eigi skylt að fylgja nokkr- um manni í blindni, hversu stórmerkur, sem hann kann að hafa verið, því vér höldum ekki fram neinni sértrúarstefnu heldur sönnum lcristindömi, og sannur kristindómur gerir hvern mann frjálsan, þ.e. óháðan mönnnm. Hitt er alveg rétt skoðað hjá Frækornum, að Bjarmi þyk- ist geta flutt þarfara efni en trúarstæl- ur, og þess vegna hirðum vér heldur ekki um að fara að stæla enn um laug- ardagskreddur adventista. Vinur vor, ritstjóri Frækorna, ætti heldur að fylgja oss kappsamlega að málum gegn þeim, sem sí og æ eru boðnir og búnir tii að kollvarpa þýð- ingarmestu atriðum kristindómsins, og vér kunnum honum þakkir fyrir hverja þá grein í blaði hans, sem stefnir í þá átt; þar getum vér átt samleið, því að þar fer samfæring vor saman. Vór segjum því að endingu: „Skjóttu geiri þínum þangað, sem þörfin meiri fyrir er“. Samverjar fyr og nú. Niöurl. Frá uppruna Samverjanna er sagl í 2. Kon. 17. Þar næst er sagl frá þeim eftir Babýlonarlierleiðinguna. (Esra 4. kap., Neh. 4. kap.). Auk þess vitum vér, að þeir reistu sérstakt musteri á Ijallinu Garizim og stol’nuðu sérstaka fórnarþjónustu sam- kvæmt Móse-lögum (sbr. 5. Mós. 27, II —13) enda þótt þeir reistu inuster- ið á Ebal, en ekki Garizim, þó að svo hetði átl að vera eftir því sem stendur í bebrezku bókunum (5. Mós. 27, 4; Jós. 8, 30—35). I3að er ein breytingin í bókum þeirra. Auk þess höfnuðu þeir öllum lielgum bókum Gyðinga, öðrum en Móse-bókunum. Þetta og ýms önnur atvik ollu þvi, að hatrið milli þeirra og Gyðinga fór sívaxandi eftir því sem fram liðu stundir. (Lúk. 9, 52—53; Matt. 10, 5; Lúk. 17, 16—18). Hatrið lýsirsér í ummælum Gyðinga, eins og þessum orðum Síraks (50, 25, 26): »Tvær þjóðir eru mér leiðar og hin þriðja er ekki þjóð: Þeir, sem búa á Seirs-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.