Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 8

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 8
56 BJARMI. þetta, út af fyrir sig, vera mönnum góður lærdómur urn það, live mikils vert það er, að íslenzka kyrkjan sé óliáð erlendu valdi, og nái sínu forna frelsi aflur. Enda þótt ég nú viti, að mál þetta nái ekki fram að ganga fullum fetum að sinni, þá hefi ég þó viljað hreyfa því til þess, að menn fái að íhuga þetta efni og gefa því gaum. Mönn- um verður og að skiljast, hve mikil- vægt það er þjóðlífi voru, að vekja upp aftur endurminningu fornra og góðra daga. Endurminningarnar frá Hólum og Hólamönnum eru líka svo fagrar og oss svo kærar, að nauðsynja- laust er, að þær skuli Hggja í gleymsku. Hólar hafa átt svo marga nýta menn, bæði byskupa og aðra, sem varpað hafa frægðarljóma á ættland sitt og þjóð ; ég nefni svo sem að fornu þá byskupana Jón Ögmundsson, Brand- ana báða, Jörund og Laurentsíus, sem allir voru mestu menn og miklir fyrir sér, að ég nú ekki tali um aðra eins ágætismenn eins og Jón Arason og Guðbrand þorláksson, Þeim liróður fer um himinsrandir, og þeir eru ó- gleymanlegir alla daga, meðan nokk- ur man eitthvað til sögu þessa lands og bókmenta. Skálholt var eiginlega lagt niður sem byskupssetur 1786. Þá var stóllinn fluttur þaðan og hingað suður, en stóisjarðirnar seldar, og rann andvirði þeirra allt í ríkissjóð Dana. Hinn síðasli Skálholtsbyskup, Hannes Finns- son, fékk að eins leyfi til að sitja í Skálholti til dauðadags (1796), og þá jörð hafði hann keypt. En ætluð hafði honum verið jörð hér fyrir neð- an Heiði, og var þar til nefnd eitt af tvennu Elliðavatn eða Skildinganes. Á Hólum sátu byskuparnir lengur, fram undir 1800. Þá var áður farið að brydda á þvi, að ýmsum mönnum varþaðliugleikiðað fá sem flestukomið hingað suður — að »centralisera« hér syðra öll yfirráðin andleg og verald- leg. Þetta, sem menn aðhöfðust um 1800, var eitt liið hvumleiðasta verk og eitthvert hið óskeikulasta einveldis, brennimark, sem hægt er að setja hér á land og þjóð. Hið forna þing vort frá 10. öld var lagl niður, samband- inu og samhangandi framhaldi milli gamla þingsins og þess núverandi var slilið. Það var gerð evða til 1845 í sögu þessa elsta löggjafarþings í veröldinni, er enn stendur. Þeir miklu menn, sem að þessu verki unnu, hat'a sett þann blett á minningu sína, að hann verður aldrei af þveginn um aldur- daga. Verk þeirra liér um var bæði ógotl og óþjóðlegl. Aðalstríðið sýnist eklci hafa staðið um sjálfan byskupstólinn, heldur um prentsmiðjuna; með henni vildi Magnús Stephensen leggja undir sig Landsuppfræðingarfélagið, allar bókmentir landsins. Beztu menn Norðanlands, eins og Stefán amtmaður á Möðruvöllum, sellu sig af öllu afli á móti þvi, að Hóla- slóll og skóli væri lagl niður og prent- smiðjan suður ílutt. En nefnd sú, er skipuð hafði verið til að ræða um Hólastól, kemur loks að þeirri niður- stöðu, að stóllinn skyldi lagður niður og lluttur suður með þeim plöggum, er honum heyrðu til. Það þarf ekki mikið að rýna í bækur og skjöl frá árunum eftir 1800, lil þess að sjá það hvílíkur harmur var þá í Norðurlandi, sem og var að vonum, er Norðlendingar höfðu nú i einu mist byskupsstólinn, skólann og prentsmiðjuna. Og það er álak- anlegl að heyra orð margra gamalla Skagfirðinga, er þeir gela varla ógrát- andi minnst á þessar aðfarir. Manni verður nær að klökkna við orð þeirra. Það væri ekki ineira en skylt að minnast hér ýmsra ágætra Hólamanna

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.