Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 11

Bjarmi - 07.04.1909, Blaðsíða 11
BJARMI 59 fjöllum (Edómítar, afkomendurEsaús) og Filistarnir og þjóðin heimska, sem bj'r í Síkem«. í 2. Makkabea- bók er sagt, að útlend þjóð búi á Garizim. Það var talið hróp og háð, ef einhver var kallaður samverskur, (Jóh. 8, 48). Gyðingar vildu heldur ekkert saman við þá eiga að sælda. Þessvegna spyr samverska konan frelsarann undrandi, þegar hann er að leita hana uppi af hirðiskærleika sínum, liversvegna hann, sem væri Gyðingur, bæði sig, konu samverska, að gefa sér að drekka. (Jóh. 4, 9). Þeir töldu sig til Jakol>sættar (Jóh.4, 12), og vafalaust hafa verið leifar af Jakobsætt meðal þeirra (2. Ivron. 30, 48; 34, 6—9). Þó að Jóhannes Hyrkanos eyddi musterið (130 l'. Kr.), þá kölluðu Samverjar þó Garizim-fjall heilagt fram á Ivrists daga (Jóh. 4, 20, 21) og hinn rétta tilbeiðslustað þjóðarinnar, og hið sama gera þeir enn í dag. Samverjar vænta Messíasar, eins og Gyðingar (Jóli. 4, 25) og margir trúðu á hann, eftir samtal hans við sam versku konuna (Jóh. 4, 39—42). Sá frumgróði var eins og fyrirbending um sigur fagnaðarerindisins í Samar- ía eftir himnaför lians. Reyndar hafði Jesús hannað lærisveinum sínum að koma í nokkra samverska horg, þeg- ar hann sendi þá út (Matt. 10, 5—6; 15, 24). En það hann stóð eigi nema meðan hann var sjálfur með þeim eftir það hverfur burl öll takmörkun (Post. 8, 1—9, 31; 15, 3). Það er el'tirtektarvert, að þrátt fyrir þennan frumgróða, þá hafa þessar leifar Samverja útilokað sig írá lagn- aðarboðskapnum til þessa dags, eins og Gyðingar og af sömu orsök — fjandskap við Krist. Lffsskoðun Búddha-trúarmanna, Surnar þær sögur, sem kristnir munkar hafa fært í letur, eiga rót sína að rekja til Búddha-trúarmanna og þar á meðal svolátandi dæini- saga: Mannkynið er maður, sem flýr undan óðum fíl og leitar sér undan- komu í hrunni einum. Uppi yfir brunninum liggja tvær trjágreinar og þar heldur maðurinn sér dauðahaldi. Hann tyllir fótunum á eitthvað, sem stendur út úr brunnveggnum öðrum meginn; en það eru 4 höggormshöfuð. Neðst á hotni hrunnsins liggur dreki með flenlu gini, búinn til að gleypa manninn, ef hann kynni að detta. Maðurinn horfir óltasleginn á grein- arnar, sem halda honum uppi, en þá sér hann þar tvær rottur, aðra hvíta og aðra svarta; þær naga greinarnar óaflátanlega. Við hliðina á mannin- um standa 6 býllugnabú; liann dreyp- ir á hunanginu og þá gleymir hann því, livað hann er ógurlega illa stadd- ur, og í þessari glevmsku lifir hann lífið á enda. Þýðing dæmisögunnar er á þessa leið: Brunnurinn er heimurinn. Hógg- ormarnir eru liinir 4 vökvar, sem mannslíkaminn er samsettur af; en raskist jafnvægi þessara vökva, þá vei'ða þeir jafnmargar banvænar eit- urtegundir. Rotturnar eru dagurinn og nóttin, er sí og æ skiftasl á að eyða lííi mannsins. Drekinn er hið óumílýjanlega takmark, sem híður allra manna. Loks er hunangið hinar líkamlegu fýsnir, sem menn- irnir leitast við að sökkva sér niður i og gleyma sér.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.