Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 5

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 5
B J A R M l 183 inn undan ofveðririu, og þannig hélt hann áfram fet fyrir fet. Séra Arna var Iétt í skapi, og í liuganum rifj- aði hann upp viðburði jóladagsins. Alhnargt fólk var við kirkju hjá hon- um og guðsþjónustan hafði farið vel fram að öllu leyli. Eftir rnessu skírði hann barn og þjónustaði gamla konu, móður kirkjubóndans; hugur hans dvaldi sérslaklega hjá henni. Hann liafði lesið jólaguðspjallið fyrir liana: »Yður er í dag frelsari fæddurw. Hve feginsamlega tók deyjandi gamal- mennið þessum friðarorðum jólanna. Eins og lítið barn, sem legst örugt að brjósti móður sinnar, á sama hátt hafði gamla konan, blind og hrum, falið sig og sál sina föðurhendi hans, sem lét boða syndugum heimi þessa dýrðlegu kveðju: »Ydur er i dag frels- ari fœddare. Séra Árni komst við, er hann liugleiddi hvílík sú kveðja var, er hann liafði með höndum og var setlur til að flytja fólkinu. »Ger mig hæfan til starfsins, lierra«, andvarpaði hann í næturmyrkrinu; en vængir vindarins sveipuðust utan um hann og báru andvarp hans hæsl í hæðir. Ferð hans sótlisl næsta seinl, og honum kom eigi til hugar annað en að all heimilisfólkið hans lægi í fasta svefni, er hann kæmi svo seint lieim. Það var þó öðru nær. Þegar lieim kom, sá hann ljós í hverjum glugga, og þegar hann reið heim á hlaðið, bárust hljómar og hlólrar að eyrum lians. Hann kom hesti sínum í hús, og gekk svo lil bæjar. í*ar var glalt á hjalla. Stofugólfið litraði undir dans- andi fótunum og orgelslónarnir gullu við háir og skærir. Séra Árni lauk stofuhurðinni hægt upp og staðnæmdist i dyrunum. Eng- inn virtist laka eftir komu lians. Hús- karlar hans þeyttusl fram og aftur um gólfið, sinn með hvora blóðrjóða blómarósina í fanginu, og Hildur hamaðist að Ieika á hljóðfærið hvert danslagið á fætur öðru. »Golt kvöld«, sagði séra Árni loks- ins. Piltarnir námu staðar í miðju kati, og stúlkurnar urðu enn þá vanga- rjóðari, en Hildur stóð upp frá hljóð- færinu og tók kveðju prestsins. Hóp- urinn tvíslraðist, Hildur seltist aftur hjá hljóðfærinu og fór fingrum eftir nótunum. Séra Árni fór inn í svefnhús þeirra hjóna og afklæddisl vosklæðunum. Að því búnu gekk hann aftur inn í stofuna til fólksins. I5að sat og stóð þar í hálfgerðu ráðaleysi, og eins og það væri að bíða eftir einliverju. »i\lig langar til þess að skifta um tón hérna inni«, sagði séra Árni al- vörugefinn. »Við skulum þá fyrst syngja jólasálm, og heyra svo fáein alvöruorð, áður en við leggjumst til hvíldar að jóladeginum loknum«. Menn fengu sér sæti, og þegar búið var að syngja sálminn, las séra Árni kalla úr ritningunni. Hann þagði stundarkorn á eftir og horfði með hrygðarkendum alvöru- svip á heimilisfólk sitt. Svo lók bann til máls hægl og rólega: »Við erum að halda heilaga afmælishátið frels- arans, við hérna á afskektu sveita- heimili i fámennu og strjálbygðu landi, ásamt þúsundunum víðsvegar um heiminn og hinum óleljandi skara, sem um eilifðir syngur Guði lof við hástól hans. Jólafögnuðurinn knýr lofgjörð úr djúpi hjartans; jólafregnin vekur undrun og þakklæli allra, sem heyra hana í raun og sannleika. 1 dag hefi eg sjálfur séð áhrif þcirrar kveðju. Eg hefi séð skugga dauðans hörfa undan ljósgeisluin kveðjunnar: »Yður er í dag frelsari fæddur!« Hví- lík er sú kveðja? Frelsi frá synd og eymdum, frelsi úr fjötrum dauðans, l’relsi frá stríði og sorgum, frelsi Guðs,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.