Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 12

Bjarmi - 15.12.1915, Blaðsíða 12
190 BJARMI aktýgi með tveim heslum fyrir; þar voru sex kýr með fjósi og heyhlöðu o. s. frv. Baróninn tók þetta ineð eigin hendi úr skápnum og gekk frá því i öskju. Og barónsfrúin íók brúðuna, stóru, fallegu brúðuna, sem hann bróðir hennar, sendiherrann, hafði geíið litlu stúlkunni þeirra í jólagjöf, þegar hún varð 2 ára. Brúðan var með langa fléttu og falleg augu, sem hún gat opnað og lokað. Og brúðuvagninn og brúðurúmið vantaði ekki heldur. Barónsfrúin iagði þetta alt gætilega ofan í slóran kassa. Eldastúlkunni var sagt hvað hún ætti að taka úr búri og eldhúsi, og stofustúlkan kom með jólatrésskraut ogjólakerti. Hjónin fjdtust gleði, er þau voru að þessu starfi; sorgin varð að víkja fyrir þeirri gleði, sein er varanlegust, — sú gleði, sem er geislabrot af hugarþeli Drottins, sem vill gleðja öll sín börn. Litlu síðar settust hjónin á sleðann. Allar gjafirnar voru undir sætunum, og svo var haldið á stað. Bjöliurnar gullu í glaða tunglskininu og svala, tæra kvöldloflið lék um kinnar þeirra og roðuðu vangana, sem áður voru föileitir. En englarnir litu brosglaðir til jarðar og stjörnur liimins blikuðu við bros þeirra. ■* * Sauma-María var nýkomin heim frá höllinni. Henni var þungt í skapi. Hún hafði búist við borgun fyrir verk sitt, og liafði ætlað sér að kaupa eitt- hvað til jólanna; en nú kom hún lómhent heim og gat ekki keypt nokk- urn skapaðan hlut handa aumingjun- um litlu. Hún fann sárt til fátæktar sinnar, og lá við sjálft, að hún færi að mögla. En þá varð lienni litið á stóru, skæru stjörnuna, sem varpaði geisla sínum á liálf-frosnu gluggarúð- una, og þá fór hún að hugsa um auð lijartans, þann er hún ætti, auðinn, sem hafði kostað Guðs son svo óum- ræðilega mikið, dýrð hans í föður- lnisunum. Og hún átti bæði mann og börn, — en aumingja barónslijónin, sem urðu að bera börnin sín bæði í kirkjugarðinn, — bera tvær litlar lík- kistur burt úr stóru sölunum. Þá livarf hugarangur hennar og hjartað fyltist lofgjörð og bæn. Hans var að koma heim; hún heyrði hann hrista snjóinn af fótum sér fyrir utan dyrn- ar. Hún tók á móti honum eins og liún var vön, brosleit og blíð. Hún hafði jafnan lag á að hughreysta liann og hvetja, ekki si/t þegar andstreymið mætti þeim. Hann grunaði þó að hún ætti í stríði með sjálfri sér, og hann þakkaði í huga sínum hinuin trúfasta hirði, sem styrkir og gefur þrekið. Þau seltust að fátæklega kvöld- verðinuni sínum. En á meðan þau sátu að máltíðinni heyrðu þau sleðabjöllu hringja. Hver ætli komi nú? Barónshjónin voru ekki vön að aka neitl um þetta leyti dags, og þó var þetta líkt bjöllunum á sleða þeirra. Hljóðið kom nær, og ;nú var numið staðar við hlaðið. Hans fór til dyra og ætlaði varla að trúa augun sínum, þegar hann sá bar- ónshjónin með fult fang af böglum, og þjón þeirra með slórar körfur sitt í hvorri hendi. Hans kallaði á konu sína, sem óðara kom fram með kertaljós í hendinni. Undrun þeirra hjónanna verðuf ekki lýst, en böglunum var öllum stungið inní klæðaskápinn í litlu stofunni, þar áttu þeir að vera fyrst um sinn. Barónshjónin kvöddu og fóru, en blessunaróskir fátæku hjónannaj sem bæði grétu af gleði, fylgdu þeim. Það er ekki gott að segja, hvor lijónin voru glaðari, þau, sem þáðu eða gáfu. En eilt er víst; Innilegt þakk- læti og lofgjörð sté i hæðir þetta kvöld, bæði frá skógarherberginu lága og skrautlegu barónshöllinni.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.