Bjarmi - 01.05.1919, Qupperneq 1
BJARMI
= KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ =
XIII. árg. Reykjavík, I. maí 1919, 9.—10. tbl.
Vakna þú, sem sefnv, og ris upp fvá daiiðum, þá mun Kristuv Itjsa þjev. (Efes. 5., 14).
Gleðilegt sumar.
Sumarið er komið, segja sólargeisl-
arnir. ftEkki er það neina að nafn-
inu til« segir napur norðanstormur.
Blessuð sumarsólin vermir alt sein
hún nær til, — en í forsælunni er
frostið enn í fullveldi sínu þessa fyrstu
daga sumarsins.
Sólargeislar og norðannepja — von
og kvíði — vegast á.
Mannliíið er svipað — æði oft.
Fagrar nýútsprungnar vonarrósir hel-
frjósa í ýmiskonar norðannæðingum.
Sól er á lofti, en fjöldi manna dvel-
ur samt í forsælu.
Það er boðuð jólagleði og ljós frá
hæðum. En áheyrendur stynja:
»Myrkur er í minni sál
myrkra hugrenninga«.
Langa frjádag hljómar frá krossi
Krists: »Það er fullkomnað«.
Fjöldi »krislinna« manna lifa svo
°g láta sem alt hjálpræðisstarf hans
hefði verið næsta ófullkomið, — eða
tilgangslaust.
Lofsöngvar hljóma í kirkjum páska-
dagana, — og þó fellir margur »kirkju-
gestur« litlu síðar vonarlaus lár við
iíkbörur ástvina.
»Leitið umfram alt guðsríkis og
þess rjeltlætis«, hvíslar guðsandi að
°ss yið byrjun sumarstarfsins.
Þó er sá talinn hyggindamaður, sem
safnar líkama sínum miklum vetrar-
forða, en metur sálarþörf sína einskis.
Fúsir standa margir dag eftir dag
við að tína fimmeyringa úr götufor,
og gleyma bæði stormi og regni þeg-
ar pyngjan þyngist, — en til bæna-
stundar er enginn tími, — og á
sunnudögum er veðrið ýmist »ofgott«
eða »of slæmt« lil þess »að hægt sje
að hugsa um kirkjuferðir«. — En
samt, þótt ótrúlegt sje, verður þelta
jarðbundna fólk fokvont, ef einhver
spyr, hvort það sjeekki sálarlaust, —
og meir að segja þykist það ætla taf-
arlaust lil himnaríkis eftir dauðann,
— og býst við að lifa þar í einhverri
sælu, — en dauðleiðist þó að hugsa,
tala eða lesa um wnokkuð þessháttar«
meðan sálin tollir i »þessum ráð-
ríka skrokk«. — Því vilanlega reynir
rangsnúinn andi að koma skuldinni
á »fötin«.
þjófurinn gæti eins skelt skuldinni
á hendur síúar og drykkjurúturinn á
munn og maga!
Á knje fyrir heilögum Guði synd-
ugir menn og konur!
Það er eina ráðið frá vorri hendi
lil að komast út úr forsælunni.
Hroki hrindir Kristi brott, en auð-
mýkt leyfir honuin að leysa fjötra
vantrausts og syndar, og þá — en
aldrei ella, — getur hann leitt oss úr
kulda og myrkri í sólskin Guðs náðar.
Það væri óttaleg einþykni ef sjúk-
lingur vildi ekki láta flylja sig úr
nöprum næðingum og frosti forsæl-
unnar í sólskin og skjól. — —