Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.05.1919, Side 14

Bjarmi - 01.05.1919, Side 14
78 BJARMI skulu háð sömu lögum og reglugjörðum, sem annar fjelagsskapur eða samtök, og skulu ekki njóta styrks eða forrjettinda, hvorki frá rikinu nje undirstjórnum þess. 11. Engri kirkju, nje trúarfjelagi, skal leyft að leggja skyldukvaðir á meðlimi sína, hvorki til að aga þá, eða til auðs fyrir fjelagsheildina. 12. Engin kirkja, nje trúarfjelag, má eiga nokkra eign. Slík fjelög hafa engin lagarjettindi fullveðja manna. 13. Allar eignir, sem kirkjan, eða önnur trúarfjelög hafa hingað til átt á Rússlandi, skulu falla undir ríkið. Hús og áhöld, sem ætluð eru guðsþjónustum, fær stjórn- in i bæ hverjum, eða hjeraði, i hendur hlutaðeigandi trúarfjelögum til notkunar, endurgjaldslaust. Svona hljóðar nú þessi frelsisskrá. Hjer er farið af stað vel og röggsamlega, með algert samviskufrelsi og jafnrjetti allra trúarbragða — í fyrstu fimm grein- unum. Svo fer að kárna um þetta fagra frelsi, þegar lehgra er lesið. Allur andinn i þessu skjaíi er á móti trúarbrögðunum, fremur en með; og síðari hlutinn geng- ur berlega í þá átt. Trúarskoðanir veila engum undanþágu frá herskyldu, nema »dómstóll fólksins« leyfi í einstökum til- fellum, að umsækjandi fái annað starf í * hernum en vopnaburð. Viðurkendum trú- arflokkum, eins og Kvekurum, sem gert hafa vopnaburðinn að samviskusök, verður i þessu efni alls ekki trygt neitt samviskufrelsi, í sjálfum landslögunum, eftir stjórnmálastefnu Bolsjevika. Til- liliðrunin, sem dómnefndirnar mega veita, verður auðvitað mismunandi, eftir hugs-' unarhætti manna á þessum eða þessum stað. Sú ívilnun er auðvitað ekkerl sam- viskufrelsi. Eigi frelsið að vera frelsi, þá þarf það að hvíla á föstum tryggingar- grunni í landslögunum sjálfum, en eigi eiga tilveru sína undir dutlungum og fordómum vissra manna, eða flokka. Pað kannast víst allir við, nema Anarkistar. Rað er augljóst, að í stað þess að hjer sje mikið og dýrðlegt samviskufrelsi á ferðum hjá Bolsjevikum, þá er ívilnunin einmitt minni hjá þeim i þessu efni, heldur en hún var hjer í Vesturheimi undir herskyldulögunum, þegar striðið stóð sem hæst. Eiðar eru afnumdir, ekki af lolningu fyrir Guði, heldur til þess að láta ekkcrt trúarlegt komast að í neinum stjórnar- athöfnum. Trúarfjelög mega vera til og dýrka Guð, eftir skoðunum sínum og venjum, ef þau láta stjórnmálin hlutlaus; en lengra nær frelsið ekki. Enginn trúar- flokkur má koma upp »/>m;a/«-skóIum og kenna þar trúarbrögð með öðrum fræð- um. Enginn trúarflokkur má leggja fast- ákveðinn gjöld á meðlimi sína, eins og mörg fjelög gjöra hjer í landi. Og þeim er algjörlega bannað, að eiga nokkrar eignir; mega ekki stofna sjóði til út- breiðslu trú sinni; ekki koma upp skýli yfir sig, nje hafa umráð yfir þeim húsum; sem þau áður áttu. Ríkið slær eign sinni á allar kirkjur og guðsþjónustuhús, ásamt öllu öðru, sem kirkju- og trúarfjelögin áttu áður, en undirstjórnir ríkisins lána þær mildilega hinum fyrri eigendum þeirra. Þær taka auðvitað algjörlega undir sig það, sem þeim sýnist af öllum kirkju- eignum, og útbýta afganginum eftir cigin geðþótta. Pegar að er gáð, þá fær tilbeiðslufrelsið sömu útreið i »dókúmenti« þessu, eins og samviskufrelsið. Engum trúarflokki er •trygð notkun eignanna, sem hann átti áður. Ráðstafanir um húslán, og annað þvi um líkt til guðsþjónustuþarfa, eru algjörlega í höndum undirstjórnanna. Sje til dæmis kaþólskir í meirihluta í Soviel'), eða verkamannaráði einhvers þorps, þá getur sú undirstjórn orðið svo ósanngjörn við Mótmælendur og Gyðinga, að hún láni þeim ekkert guðsþjónustuhús. Við slíku ofríki setja Bolsjevikar engar skorð- ur í »stjórnarskrá« sinni, að því er sjeð verður. Peir fara þar mörgum fögrum orðum um algjört trúfrelsi og jafnrjetti, en svo, þegar að því kemur, að tryggja með föstum ákvæðum og ráðstöfunum rjettindi, sem lieyra því frelsi til, þá smeygja þeir vandanum yfir á undir- stjórnirnar, svo að frelsið Verður í reynd- inni komið undir dutlungum ráðandi flokksins í hverju soviel. Merkilegt er það, hve varfærnin í trú- málum er einhliða hjá Bolsjevikum. Ekkert, sem ber nokkurn keim af trú, má koma nokkursstaðar nálægt opinber- um störfum eða ríkismálum. En þó fær ríkisvaldið að ganga svo nærri sjerjett- 1) Orðið Souiet ])ýðir: rað oða ráðstefna. Svo lielta sarnkundur þær, sem eru máttnrviðirnir i stjórnar- iyrirkomulagi Bolsjevikn. I1 * 3ær eign nð vern sklpnðar verkamönnum og bændum.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.