Bjarmi - 01.05.1919, Side 11
B JARMI
75
Date - Dabitur.
Gömul helgisaga. (Sra A. Fibiger segir).
Einhvers staðar á Suðurlöndum
stóð gamalt klaustur. Það hafði í
fyrndinni á sjer hið mesta frægðar-
orð fyrir gjafmildi munkanna. Eng-
an ljetu þeir synjandi frá sjer fara.
Þar drap enginn árangurslaust að
dyrum. Engum ferðamanni var frá-
vísað. Aldrei var krafist borgunar af
nokkrum manni.
En þrált fyrir þetta blómgaðist
klaustrið. Velmegun þess óx ár frá
ári. Þangað streymdu stórgjafir hvað-
anæfa; aldrei varð hinn minsti tekju-
halli. Aldingarðar og akrar, sem
heyrðu því til, voru sífrjóir, hvernig
sem áraði.
Svona liðu nú tímarnir lengi, lengi.
En svo dó gamli príorinn eða for-
stöðumaður klaustursins; þá kom
annar nýr, en hann var öðruvísi lynd-
ur. Hann lagði blátt bann fyrir alla
góðgjörðasemi, og kvað ekkert vit«
vera í því ráðlagi; það væri blátt
áfram að »sóa fje klaustursins«.
Þetta sagði hann. Enginn ferðamað-
ur komst inn í klaustrið; gildum lok-
«m var skotið fyrir klausturhliðið;
förumenn fóru á mis við allan beina;
þeim var visað á bug með hnýfilyrð-
om og pilagrimar voru krafðir borg-
unar fyrir fæði og liúsnæði.
En þó að útgjöld klauslursins yrðu
óneitanlega talsvert minni með þessu
laginu, þá versnaði þó fjárhagur þess
ár frá ári. Það fór af því frægðar-
orðið; mönnum varð fátítt um það;
þangað lagði enginn leið sína; gjaf-
Þnar hæltu að streyma þangað. Þar
við bætlist, að akrar urðu ófrjóir,
hvernig sem áraði; víngarðarnir brugð-
ust. Fálæktin svarf auðsjáanlega að
klausturbúum, eftir þvi sem fram liðu
stundir; klaustrið hrörnaði, því eklc-
ert fje var fyrir hendi til að halda
byggingunni við.
Þá var það einu sinni seint um
kvöld, að gamlan pilagrím bar þar
að garði; barði hann þar að dyrum,
og bað um húsaskjól; en munkarnir
sögðu íljótt, að klauslrið væri fje-
vana og ætti fult í fangi með að sjá
fyrir þörfum þeirra, sem þar byggju.
Þá.mælti gamli maðurinn: Jæja, það
er ekki svo undarlegt, þó að hag
ykkar hafi hnignað, því að þegar þið
vísuðuð bróður Date á dyr, þá kunni
bróðir Dabilur ekki við sig heldur og
slóst í förina með honurn og hvarf
á braut«.
Munkarnir urðu steinhissa. »Hjer
hafa aldrei verið bræður, er svo hafa
heitið!« sögðu þeir. Þá mælti gamli
maðurinn: »Nú^ jæja, jeg heyri, að
þjer eruð líka búnir að gleyma latín-
unni. En þjer eruð þó líklega ekki
búnir að gleyma orðum Drottins lika.
Minnist nú þessara orða hans: »Gef-
ið og yður mun verða gefið«. (Lúk.
6, 38). Það er þetta orð, sem hefir
rætst á þessu klaustri. Þegar þið rák-
uð bróður Date (þ. e. gefið) á braut,
þá leiddist bróður Dabitur (þ. e. þá
mun yður gefið verða) hjer að vera
og fór á braut samstundis«.
Orð Drottins haggast ekki. Sá, sem
eigi gefur, fer á mis við gjafir ann-
ara.
Þessi gamla saga á ef til vill er-
indi til sumra á vorum dögum, sem
ekki gela lálið tekjurnar vega upp
móti útgjöldunum.
Orsökin skyldi þó aldrei vera þelta
með Date og Dabítur?
B. J ísl.
Iljer er niæöa, hjer er sorg,
heimur frá mjer snúinn.
Horfi jeg beint í himnaborg,
hvílist andinn lúinn.
G. B.