Bjarmi - 01.05.1919, Side 10
74
B J A R M I
Andatrúin, guðspekin
og þjóðkirkjan.
Eftir
Sira Sigurð Stefánsson.
Andatrúin og guðspekin eru grein-
ar á sama trje. Rætur þess standa
ekki i þeim jarðvegi, sem döggvaður
er af blóði Jesú Krists, er úthelt var
til friðþægingar fyrir syndir mann-
anna. Meiðurinn sá þrífst betur við
Endor-glætu andatrúarinnar og hið
»hvíta ljós« guðspekinnar, en við Ijós
guðlegrar opinberunar í Jesú Kristi.
En allra trjáa mestur á hann að
verða, og breiða limar sínar yfir allan
heiminnn. Undir þeim á mannkynið
að njóta andlegs friðar og hvíldar
eftir margra alda strit og stríð við
dýpstu gátur tilverunnar undir leið-
sögu kirkjunnar fyr og síðar.
Undir greinum þessa nýja Igg-
drasils-asks reika spámenn andatrú-
arinnar og guðspekinnar, og flytja
lieiminum nýtt fagnaðarerindi, sem á
að endurbæta og fullkomna fagnaðar-
erindi Jesú Krists, eða koma í stað-
inn fyrir það. Leyndardómar kristnu
trúarinnar eiga smámsaman að hverfa
fyrir rannsóknum mannsandans, eins
og næturþoka fyrir hinni upprenn-
andi sól. Mannkynið á þegar hjerna-
megin við landamæri eilífðarinnar
að sjá nýjan himinn og n5rja jörð.
Hið endurbælla fagnaðarerindi
þessara spámanna hefir það sameigin-
legt að neita guðdómi Krists, og gjöra
hann jafnvel að andalrúar-miðli og
guðspekingi, og sem slíkur er hann
þeim liugðnæm persóna, enda kann-
ast þeir líka við hann sem óvenju-
lega góðan og vitran mann. En kirkj-
una áfellast þeir þunglega fyrir skiln-
ingsleysi hennar og misskilning á liíi
og persónu Krists, og telja því fagn-
aðarerindið, eins og hún hefir flutl
og flytur enn í dag, afbakað og af-
fært, enda sje kirkjuna nú að daga
uppi í dagrenningu þessara nýju
opinberana, og hún að verða að and-
legum steingerfingi á rústum úreltra
kenninga. Upp úr þessum kenningar-
rústum þykjasl spámenn andatrúar-
innar hjer á landi vera að grafa
»andlega dýrgripicc, svo sem eilifðar-
vissuna, þekkinguna á veruleik ann-
ars heims, vitneskjuna um framhald
lífsins eftir dauðann, ábyrgðina, sem
fylgir þessu lífi, og óhagganlega sann-
færingu um, að tilveran lúti óendan-
lega góðu og ástríku valdi1).
Ef þessir andlegu dýrgripir hefðu
verið svo fólgnir fjársjóðir í jörðu
fyrir mannkyninu, þar til andalrúin
flulli þá fram i dagsbirtuna, þá mætli
vissulega segja að hjer væri um nýtt
fagnaðarerindi að ræða, sem mann-
kynið fengi andatrúarmönnum aldrei
fullþakkað. En þessu vikur nokkuð
öðruvísi við. Á mörgum stöðum í
Gamla testamentinu og næstum á
hverri blaðsíðu í Nýja testamentinu,
blasa þessir sömu dýrgripir við sjón-
um kristinna manna, og kirkjan hefir
frá öndverðu haldið þeim á lofti í
kenningu sinni, sem einum dýrustu
perlunum í fagnaðarerindi Jesú Krists,
og síðan liafa þeir verið meðal hinna
dýrmætustu huggunargreina þess, öll-
um trúuðum lærisveinum hans.
En nú eiga þeir að vera grafnir
upp úr kenninga-rústum kirkjunnar.
Lengra verður naumast farið í
ósönnum sakargiftum í garð kirkj-
unnar. (Framli.)
1) »ísafold« 57, tbl. f. á. Par sem æösti
lærifaöir andatrúarinnar lijer á landi er
nær því settur jafnfætis Kristi sjálfum,
og islenska kirkjan dæmd til dauða og
útskúfunar, sctjist hún ekki lil fóla þess-
uni nýja spámanni.