Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1919, Blaðsíða 2

Bjarmi - 01.05.1919, Blaðsíða 2
Guð gefi að enginn vor á meðál sje svo fávís. Guðs náðarsól er á lofti og geislar hennar geta fært oss nýja gleði hvern dag, ef vjer sefjum ekki hlera. fyrir gluggana sólarmegin. — — Gleðilegt sumar í Jesú nafni! Minning um sr. Lárus Halldórsson frá Breiðabólsstað. Hannstríða varð hjer við stranga þraut og storma — það gaf á bátinn, og vonum hjer skemur við hans naut, af vmum nú er hann grátinn; hann fyrrum þeim rjelta beindi’ á braut, þeir blessa hann allir látinn. Og stöðugt þeir muna störf hans merk til stuðnings því góða' og sanna; með alúð liann vann hjer öll sin verk, þótt yrði hann böl að kanna; Því traustið var einlægt, trúin sterk og takmarkið : frelsun manna. Þóll ynni hann sjálfur allri list og einstök hans væri sniili, þá elskaði sál hans einkum Krisl og ást hans sjer vann og hylli; nú honum er sælu veilt er vist oss vantar þann rúm hans fylli. Nú tregar liann ekkja og börnin blíð, sem hraut hann til heilla greiddi, og kosti hans fólkið sjer um síð, er sverð því til varnar reiddi, og lofar sem vin, er litla’ um líð á leiðir þess rósir breiddi. Jón Porvaldsson á Stað. Ambátt Drottins. (Prjedikun, á Boðunardegi Maríu 6. apríl 1919, eftir sira Bjarna Jónsson). Texti: 1. Iíor. 1, 21.—31. í dag sjest fagurt skin af jólastjöruu á alvarlegum föstutíma, því að í dag minnist kristin kirkja með barnslegri auðmýkt hinnar hátíðlegu og himn- esku heimsóknar, er hin unga mey í Nazaret varð aðnjótandi, er himininn sjálfur var inni í hinni litlu stofu og engilkveðjan barst frá himni Guðs. Vjer sjáum jólaljós á föstutimú. Þetta tvent — jól[ og fasta — sameinasl hjá Maríu. Hún tók á móti sælli jóla- gleði án þess að ofmelnast og hún tók á móli fösluþraut án þess að kvarta. Hún, sem var ágætusl fyrir lílil- læti, beygði sig fyrir hinni himn- esku kveðju og mælti: »Sjá, jeg er ambátt Droltins«. Þessvegna var hún útvalin, til þess bæði að vera hjá hinu blíða barni, er livíldi i jölunni, og við krossinn hjá hinum deyjandi frelsara. En sú kom tíð, að ekki var lilið á Maríu sem ambátt, heldur var hún tignuð sem drotning. Hún var tignuð sem himindrotningin og fögur lof- gjörðarljóð voru sungin henni til veg- semdar og eru enn. Og sannarlega eigum vjer að hafa hana i miklum metum. Vjer skulum ávall minnasl þess, að hún er móðir vors besta vin- ar. Hún fæddi barnið Jesúm úti í fjár’húsi, hún varð að ílýja með drenginn á næturþeli, hún gætti hans heima í Nazaret, hún fylgdi honum að krossinum. Aldrei gleymdi hún því, að liún var ambátt Drottins, hún lalaði ekki um sína drotningar- tign, og var ágælust fyrir litillæti. En hver er það, sem.nú á að halda vörð hjá jölunni og krossinum, hver

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.