Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.05.1919, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.05.1919, Blaðsíða 3
B J AR M I 67 á nú að benda mönnunum á jólaljós, krossins merki og upprisusól? Það er kristin kirkja, sem á að segja eins og María: »Sjá, jeg er amhátt Drottins«. En sjáum vjer ekki, hvernig Maríu- heitin einnig eru notuð umkirkjuna? Hefir hún ekki unnið mikið og bless- unarríkt starf sem ambátt Drottins ? Hefir ekki einnig oft verið unnið að því, að sem mest bæri á hennar drotningartign ? Var hún ekki heims- drotning, sem rjeði yfir sálum manna hjer í heimi og himindrotning, sem Vissi, að hásætið beið hennar fyrir hennar afrek? Veraldlegt vald liafði hún í ríkum mæli, fyrir henni urðu konungar, keisarar og önnur tignar- menni að beygja sig. En þetta vald hefir horfið, og er miklu við það tapað? Vann kirkjan glæsilegastan sigurinn, þegar vald hennar var sem mest út á við? Ef til vill hinn glæsi- legasta hið ytra, en ekki hinn besta. Sigurinn var mestur, þar sem sálin háði baráttu sína i kyrþey frammi fyrir augliti Guðs. Og svo er enn. Hið ytra vald er ekki skilyrðið fyrir ^aeiri blessun. En er ekki einmitt oft verið að kvarta yfir þessu, að kirkjan haíi ekki vald, ekki vald út á við og ekki vald yfir hugum manna? »Kirkj- an er að missa sitt vald«, segja menn, °g það er ekki ætíð sagt í sorgarrómi, °ft er með því verið að ögra henni. »Hvar er þitt vald? Hve margt er af voldugu, mikilsmetnu fólki, sem að- hyUist þig? Hvar eru höfðingjar heimsins, hvár eru hinir vitru og lnentuðu? Ertu ekki að missa þilt h'otningarvald ; er talið viðeigandi að Vera með þjer, eykur það eða rýrir ahf manna að kannast við þig ?« Svarið er oft: »Nei, þeir eru marg- 11 ’ seni ekki kæra sig um þau áhrif, Sem ffá mjer koma«. Þá er aftur sagl við kirkjuna: »Reyndu að ná hinum voldugu og vitru, annars er úti um þig. Þú ert búin að missa kraftinn og áhrifavaldið, ef þú færð ekki liðsinni frá leiðandi mönnum«. Retta er í áuguin margra skilyrði fyrir þroska og tilveru kirkjunnar. Jeg gjöri ekki lítið úr hinum vold- ugu og vilru. Guð kallar einnig á þá, og þegar þeir hlýða hans kalli, þá eru þeir sem börn, sem taka á móti gjöfum hans, alveg eins og hinir lítt þektu og fáfróðu. En skilyrðið fyrir tilveru kirkjunnar er ekki, hve marg- ir voldugir aðhyllasl hana. Hverja skoðun hafði Páll á þessu ? Hvað segir hann í textanum ?« »Lít- ið til köllunar yðar. Pjer eruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stór- ættaðir, heldur hefir Guð útvalið það sem heimurinn telur heimsku, til þess að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefir útvalið það, sem heimur- inn telur veikleika, til þess að gjöra hinum voldugu kinnroða«, Þetta er í samræmi við útvalning hinnar ungu meyjar og við svar hennar : »Sjá, eg er ambátt Drottins«. Ætlum vjer þá ekki að vera sam- mála um, að á þenna hátt muni kirkjan enn vinna besta sigurinn. Tilvera hennar og framtiðarheill byggist ekki á því. að hún verði tignuð sem drotning meðal mannanna, kraftur hennar kemur ekki frá mönn- unum, heldur frá Drotni. Þess vegna er hennar besla kjörorð : »Sjá, jeg er ambátt Drottins«. Pá sjáum vjer hana ekki fyrst og fremst í mætti, tign og veldi, ekki sem volduga heims- og himindrotn- ingu, heldur eins og Maríu, sem beygir sig í auðmýkt fyrir Diotni. Þá sjáum vjer hana eins og Maríu við krossinn. Þar er liún eins og lærisveinninn, sem Jesús elskaði, hann dvaldi hjá krossinum, er aðrir

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.