Bjarmi - 01.05.1919, Blaðsíða 9
B JARMI
73
Þú nefnir na/n hans fyrir hinum
iðrandi syndara, þeim er andvarpar
og biður: Guð, vertu mjer syndugum
Uknsamur! og enga fórn hefir að færa,
nema sundurkramið hjarta.
En hefdi Jesús verið jœddar í synd,
— hefði hann ekki vald til að dœma
iifendur og dauða hvernig mátli hann
þ'á segja við hinn bágstadda mann:
Vertu hughraustur, syndir þínar eru
þjer fyrirgefnar? — Pá hafa þeir hafl
rjett að mæla, er sögðu: Hví mælir
þessi maður svo? Hann guðlastar!
Hver getur fyrirgefið syndir, neina
Guð einn (Mark. 2, 7)?
Þú kallar Jesúm Frelsara, af þvi að
þú trúir því einnig, að hann bæði
vilji og geti leyst oss frá öllu illu,
frelsað oss frá öllum voruin óvinum
og sigrað hinn síðasta óvininn, sem
er dauðinn, svo að hver sem trúir á
Krist hann tifi þótl hann deyi (Jóh.
11, 25).
Hvernig mátti hann koma því til
vegar, að frelsa oss, ef hann hefði
ekki alt vald á himni og jörðu (Matt.
28, 18), — ef hann hefði ekki þann
kraft, að hann getur iagt alt undir
sig (Fil. 3, 21)? — Hvernig gat hann
Ineð sanni sagt um þá, er hlýða
röddu hans og fylgja honum, að
hann gefi þeim eitift lif, og að þeir
skuli ekki glatast og að enginn skuli
slita þá úr hendi honum, nema hann
9<xli fafnframt sagt með sanni: Jeg
°9 faðirinn erum eitl (Jóh. 10, 28—
80)? _--------.
Hvað virðist yður um Krist? Hvers
son er hann?
Jeg lít svo á, að vinur minn liafi
hjer bent á það svar við þessari
spurningu, sem liann vildi gjöra að
s'nuin orðum. Enda minnist jeg ekki
nð hafa sjeð — í svo slutlu máli —
betur markaðar þær höfuðstefnur, er
nú deila um guðdóm Krists.
Var hann Guðs sonur?
Eða var hann það ekki? —
Var hann sameinaður Guði á æðra
hátt, en nokkur þeirra, er nefndir eru
Guðs börn ?
Eða var hann jafningi vor, Gnðs
barn á sama liátt og sjerhver af oss
á að vera það ?
Petta er það, sem skiftir trúarstefn-
unum. Flest önnur trúarágreinings-
mál eru auka-atriði, runnin af þess-
um megin-rótum.
Hin svonefnda »reynsluþekking«
nútímans mun aldrei fá liaggað orð-
um Krists um þann, sem ekki með-
tekur guðsríki eins og barn. Og sjálf-
um honum ■— hinum eingetna Guðs
syni mun jafnan verða ofaukið í aug-
um »hinna vitru, er þykjast hafa
lykil viskunnar í höndum sejr og vita
hvern leyndardóm, þó að speki þeirra
sje í raun og veru ekkert annað en
hjegómlegt leikfang, til að villa öðr-
um sjónir, en ekki til að fullnægja
þeim sjálfunKt.^1
Því fer sem fer. Fráhvarfið frá
Kristi og vjefenging á sjerstaklegum
og sannarlegum guðdómi hans leiðir
til þeirrar lausungar i trúarefnum,
sem á undanförnum áruin hefir farið
um löndin eins og logi yfir akur —
og vafalaust orðið liöfuð-orsök þess,
að heimurinn liggur nú ílakandi í
sárum. Leikmaður.
Bjarma 1919 hafa borgaö meö 5 kr.
P. G. Vífllsstöðum, og F. J. Sauðhúsum, og
1918—19 með 10 kr. H. B. Eydölum og
K. G. Örlygsstöðum, og með 5,10 kr. S.
J. Maríubakka. Bestu þakkir.
Pegar blaðið var nærri fullsett, kom
löng grein frá síra Sigurði Stefánssyni i
Vigur: Andalrúin, guðspekin og þjóðkirkj-
an, kemur pví að eins upphaf hcnnar í
pessu blaði.
1) Mynster bls. 495.