Bjarmi - 01.05.1919, Qupperneq 12
76
B J ARMI
Frá Gyðingalandi.
Margar og niiklar eru breytingar
á ríkjaskipun og stjórnarmálum um
þessar mundir, en engar þær breyt-
ingar munu vera jafntítt umræðuefni
kristinna manna um víða veröld, sem
beytingarnar í Gyðingalandi.
Ótrúlegt var það til skamms tíma,
að Danmörk fengi aftur Suður-Jót-
land, — en »ótrúlegra« miklu var að
Gyðingar gætu sniiið »heim aftur«
eftir hjer um bil 1850 ára »herleið-
ingu« — og þó var það eðlilegt og
sjálfsagt að svo mundi fara, því
biblían fer ekki með hjegóma og
ílytur ekki lygaspár.
»Komi blóð hans yfir oss og börn
vor«, voru ægileg orð, enda hafa
afleiðingarnar verið ægilegar. —
Hrjáðir og smáðir, landflótta og
sviflir flestum mannrjettindum voru
þeir víða um lieim í full 1700 ár. Á
öldinni sem leið var smám saman
verið að veita þeim borgararjeltindi
í ríkjum Norðurálfunnar. krakkland,
Holland og Belgía urðu fyrst til þess
(1791 og 1796), Búlgaría og Serbía
urðu siðust (1878 og 1879). Rússland
og Rúmenía, liafa ekki veitt þeim
þegnrjettindi fyr en nú í byltingun-
um.
Þó hafa þeir ekki farist í þjóða-
hafinu, nje gleymt fyrirheitum spá-
inannanna. Allar aðrar þjóðir en
»útvalda« þjóðin, mundu liafa glalað
þjóðerni sínu og gleyml tungu sinni
á svo langri þrautagöngu.
»Nefndu mjer slutla sönnun krist-
indóins«, sagði Friðrik kjörfursti
inikli.
»Gyðingar, yðar hátign«, svaraði
Steinmetz ábóti. (Frh.)
Gamalmennahælið Betel.
Ánægjulegasta heimilið, sem jeg sá
vestan hafs i fyrrasumar, var islenskl
gamalmennaheimili, sem kallað er Betel.
Kirkjufjelag landa vorra, stofnaði pað
fyrir 4 árum. Pað byrjaði með fáum
vistmönnum í leigðu húsi, en nú á það
stórhýsi á Gimli »höfuðborg íslendinga«
í Nýja íslandi.
Það voru nálægt 50 íslensk gamalmcnni
í Betel i sumar, 18 þeirra á állræðis aldri,
og cllin og erfið kjör höfðu leikið þau
mörg hart. Sumir voru nærri farlama,
aðrir blindir, aðrið nærri heyrnarlausir,
aðrir allhraustir, — en að því er mjer
virtist við tíðar heimsóknir voru cillir
ánœgdir. »Alt er gott þá endirinn er
góður. Hjer erum við komin i þessa
blessuðu paradís«, sagði gamla fólkið við
mig.
Pað er almæli, að erfitt sje að gera
gömlu fólki til hæfis, og allir vita að það
er æði oft óánægt og lieyrist oftar kvarta
en syngja lofsöngva Guði og inönnum.
. Hvernig stendur þá á því að þetta
fólk er svona ánægt? spurði jeg sjálian
mig. — Vitanlega hefir það hjer gott við-
urværi og góð húsakynni — en það hafa
fleiri — sem kvarta samt.
En þegar jeg varð þess var að for-
stöðukonurnar, Elenóra Júlíus, hjúkrun-
arkona, og Ásdís Hinriksson, ekkjufrú,
voru sannkristnar konur, sem vitnuðu
um trú sína í orði og verki við gamla
fólkið, þá skyldist mjer hvaðan ánægjan
stafaði,
Á hverjum morgni var haldin heimilis-
guðsþjónusta og bænir beðnar við hverja
máltíð og það var engan vegin árangurs-
laust, enda þótt fólkið væri að sjálfsögðu
harla misjafnl í trúarlegu tilliti, er það
koin í hælið.
Kaldlyndir skynsemistrúarmenn könn-
uðust jafnvel við að kristindómsandinn
væri til blessunar á heimilinu. Og hvergi
liefi jeg átt jafn þakkláta áheyrendur að
boðskap trúarinnar sem þar. Innbirðis-
hjálpsemi gamla í'ólksins var harla fögur.
Pað er eins og margt af þvi keptist um
að vera hvort öðru til sem mestrar
ánægju.
Margt misjafn liafði driíið á dagana,
en í stað þess að telja raunir sínar, stytti
það sjer stundir oft og einatt við að