Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 1

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 1
BJARMI KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ XIV. árg. Reykjavíb, 15. obt. 1920. 20.—21. tbl. »/)á lif og sál er lúið og pjáð, lykill er luin að Drottins náð«. Fáein orð um bænina. (Jóh. 16, 23. 38.). Sannur kristindómur og bæn fara ávalt saman. Enginn getur orðið sannkristinn, nema hann biðji. Og enginn getur verið sannkristinn áfram, nema hann haldi áfram að biðja. Sje hætt að biðja, þá sloknar lífið, það er lífið í Guði, sem ritningin kallar: hið eilífa líf. Sam- bandinu við lífið er þá slilið, dauð- inn einn er þá aftur ríkjandi. Þetta er þá fyrsta ástæðan til þess að vjer eigum að biðja: Vjer þörfn- Unist þess! Vjer getum ekki án bæn- arinnar verið. Sá, sem ekki biður, er iifandi dauður í andlegum skilningi. Onnur ástæðan er nefnd i guð- spjallinu: »Faðirinn sjálfur ' elsk- ar yður«. Eða með öðrum orðum: Guð ann oss alls — og vill vissulega gefa oss alt, sem vjer þörfnumst og oss getur orðið til verulegs og var- anlegs gagns. Hvernig gæti hann annað? Væri ekki svo, þá væru það bara orð innan tóm, að Guð — fað- írinn — elskaði oss. Mundu eftir Þessu: Guð hefir ást á þjer. Og þess Vegna er honum svo ant um þig og vill svo gjarnsamlega gefa þjer alt, seni er sannarlega golt, enda þoldi Jesús Þislir bæði fyrir þig og aðra þjer líka. Væri hugarfar Guðs eigi svona oss l'l handa, þá væri alsendis gagns- laust að biðja, Og hví ætlum vjer þá beita hugsun vorri og tungu til framkvæmdar tilgangslausu bænar- starfi? Þriðja ástæðan er enn nefnd í guð- spjallinu og er þetta: »Jeg er útgeng- inn frá föðurnum og kominn i heim- inn; jeg yfirgef heiminn aftur og fer til föðurins«. Hvað merkja þessi orð? Þau merkja fyrst og fremst að Jesús er í heiminn kominn til að gjöra syndara sáluhólpna með frið- þægingu sinni og fórnardauða. En svo merkja þau starf hans eftir það er hann er kominn til föðurins aftur. Og það starf er að vitni ritningar- innar að hann »biður fyrir oss« (Róm. 8,34; Hebr. 7,25). Er það þá nauðsynlegt, að Jesús biðji fyrir oss, fyrst »faðirinn elskar oss«, eins og áður var ávikið? Hjer er auðvitað um leyndardóm að ræða, sem vjer getum eigi gjört oss grein fyrir. Af eigin reynslu vorri, sem kristinna manna, þá komum vjer þó auga á eitt mikilvægt atriði, sem vjer fáum svo oft að reyna. JÞað er tilfinningin fyrir vorum eigin óverð- leika. Gagnar mjer nokkuð að biðja, mjer, sem svo oft óhl^ðnast Guði, mjer, sein er svo syndugur? Fessi tilfinning eigin óverðleika — og hún er því miður alt af sönn — hún sviftir oss djörfunginni til að biðja.' Hún gjörir hjartað kalt, hún er hræðileg hindrun á vegi fyrir trú vorri. Hvernig getum vjer á rjettan hátt komist fram hjá þessari hindrun, svo að vjer getum beðið með fullri

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.