Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 15

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 15
B JARMI 167 um Guðs orð og trúna. Nú þykjastmenn fullríkir og einskis þarfnast. Telja sjer fullnægja andatrúarrugl og guðspekis- húmbug, en þykjast ekki þarfnast eða telja fánýtt gull það, sem í eldi er reynt: liina gömlu en þó ávalt nýju trú á lijálp- ræði Guðs í 'Jesú Kristi, sem kemur til af því, að þeir ekki vita að þeir eru aumingjar, fátæklingar blindir og naktir. Opb, 3. 17. »Sjá jeg stend við hurðina og drep á dyr« o. s. frv. Svo mikið er víst, að hið annað »vei« er umliöið og hið þriðja líklega byrjað, er endar með komu krists. Ekki er liæst að villast á því, hvað var liið fyrsta »vei«; má því geta sjer til með nokkurnvegin vissu með hin tvö. Best væri án efa fríkirkja, en bagaleg- ast er, hve þeir eru dreifðir, erumnokkra kirkju kæra sig, svo ómögulegt væri að halda uppi »kirkju« í venjulegu sniði. En »betra er autt rúm en illa skipað«. Held- ur vil jeg enga prjedikun en þær ræður nýguðfræðinga sem jeg hefi heyrt. Og ekki veit jeg hvernig nýguðfræðingur færi að, ef liánn ætti að hjálpa manni, sem segði: Sál mín er hrygg alt til dauða. En á því þarf nú heldur ekki að halda nú orðið, svo vart verði við; tel jeg það ekki góðan vott, liætt við að svefn valdi. Hið eina, sem hjálpað getur þeim, sem eru i dreifingunni og láta sig nokkru skifta eilífðarmálin, er, að halda sjer stöðuglega við heilaga ritningu með bæn. Hún er liið cina, sem hjálpað getur, þeg- ar verulega þrengir að, að minni reynslu. Og þannig hefir það verið ólal mörgum um alla líð. Pað er mjer sterkari sönnun fyrir guð- dómleik hennar en öll mót-»rök« nýguð- fræðinga«. Hin mesta gleði kristínna foreldra. Aldraður norskur kennari komst svo að orði á »Landsfundinum« mikla, sem haldinn var í Krisljaníu 15.—18. jan. þ. á., til varnar gegn nýguðfræðinni þar í landi: — — Þegar veitt er uppfræðing um Jesúm Krist, dáinn vegna vorra synda og upprisinn fyrir okkur — jeg hefi sjálfur reynt það um langan aldur og jeg vil segja ykkur það —, þá er ekkert til, er hrifið geti æsku- lýðinn og skapað lifandi, persónulega sanna, glaða og starfsfúsa kristna menn; eins og einmitt þessi gleðiboð- skapur. Ætti jeg þess kost að lifa æfi mína upp aftur, mundi jeg að eins kjósa mjer að endurtaka þetta sama starf — en svo miklu miklu betur. — — — Þeir kennarar, er næstir standa nýju guðfræðinni, ættu að minnast þess, að foreldrarnir í þessu landi fylgja með heitum áhuga uppfræð- ingu þeirra í kristnum fræðum; og enginn finnur til meiri gleði, en kristnir foreldrar, er þau finna það og reyna, að kristindóms-uppfræðing barnanna þeirra er hygð á hinum sanna grundvelli. Á. J. Kveðja að vestan. íslands kæra feðra frón farsæld blessun krýni, og frá liæsta himna trón helgir geislar skíni. Hvar er unun, hvar er skjól, hvar er yndi og friður? Par sem fyrst vor frelsis sól. flutti oss geisla niður. Á fósturlandsins fögru grund finst oss öllum sælast, af því barns á bernskuslund blasti lífið skærást. Lit jeg tíðum hól og hæð og helgar feðraslóðir. Hjartans svíður unnar æð elskuríka móðir. Jeg í faðminn fríða þinn falla vildi móðir, en forlög mín og fríviljinn ílutti um aðrar slóðir. Helgi Ásbjörnsson i Mikley.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.