Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 2

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 2
154 B JARMI sannfæringu um það, að það gagni að biðja? Orð Guðs svarar á þessa lund: Guð lítur ekki á oss óverðuga, heldur á son sinn, á endurlausnar- verkið hans, bæði hjer á jörðu og uppi i himninum að eilífu, — hann lítur á það sem eilíft, ómótmælanlegt vottorð um það, að búið er að frið- þægja fyrir syndirnar. Óverðleiki vor getur því eigi lokað fyrir oss bænarveginum. Vjer erum »hin aumu, seku börn« — já, eng- inn vakandi og einlægur krislinn maður mun því neita. En svo getum vjer bætt því við með gleði og þakk- læti: »í Jesú er öll vor verðskuldun, allur verðleiki vor«. Ritningin segir, að »i lionum sjeu öll fyrirheiti Guðs já og amen«. í honuml Hann er eina nægilega ástæð- an til þess, að Guð efnir það sem hann hefir lofað, því að öll fyrirheiti Guðs eru gefin »í Kristi«. Ef Kristur hefði eigi verið og friðþægingarverk lians, þá myndi Guð eigi hafa gefið eitt einasta fyrirheiti, hvorki um bæn- heyrslu nje neitt annað gott, er vjer þurfum á að halda, allslausir og syndugir. Af þessu leiðir þá, að ef þú biður í Jesú nafni, þá getur eigi hið minsta andvarp orðið árangurslaust, þá get- ur ekki hinn mesti óverðleiki hindr- að bænheyrsluna. Alt er »já og amen« í honum. Guði sje lof. Á þessum blessuðum, bjargfasta grundvelli segir Jesús við alla læri- sveina sína á öllum tímum: »Biðjið — og yður mun gefast«. Lesari kæri! Bið þú, ó bið þú. Ef þú ert ekki sannkristinn, þá bið þú til þess þú getir orðið það. Ef þú ert sannkristinn, þá bið þú, til þess að þú getir í trú og í raun átt og sýnt í verki það alt, er samir kristnum manni og aukið getur gleði vora »lil þess að fögnuður yðar megi verða fu!lkominn«. Bið þú, því að það er gagn að biðja. Bið þú, því að þú ert á glötunar- leið, ef þú biður ekki. »Bænin má aldrei bresta þig«. (Ur norsku).. Frá Iöndum vorum vestra. Kirkjufjelagið íslenska hjelt ársþing sitt 17.—22. júní í sumar í smá- bæjunum Kandahar og Wynyard í Canada. Voru þingmenn 61, þar á meðal 12 prestar kirkjufjelagsins. Forseti kirkjufjelagsins, sra Björn B. Jónsson, gat ekki mætt á þinginu vegna veikinda sinna. Hann hefir aldrei náð sjer eftir inflúensuna spönsku, og varð að liætta öllum störfum í vor sem leið. Hann dvaldi á heilsuhæli suður í Bandaríkjum er síðast frjettist. Söfnuðir kirkjufjelagsins eru 62. Hafði einn lítill söfnuður kendur við Odda lagst niður og flest fólk hans sameinast nágrannasöfnuði. En nýr söfnuður talsvert fjölmennari í Glen- boro bætst við í staðinn. Sra Run- ólfur Marteinsson flutti erindi er hann nefndi: Hinn brákaði reyr, og sra Sig. Ólafsson hóf umræður á trú- málafundi um kirkjuna og mann- fjelagsmálin. Sra Kristinn Ólafsson stýrði fundahöldum og prjedikaði í þingbyrjun (Jerem. 1, 11.—12.). Er sú ræða birt í júlíbl. Sameiningarinnar. Þingið hafði þrettán mál til með- ferðar og mörg þeirra veruleg vanda- mál, ekki síst sunnudagaskólamálið og ungmennafjelögin, því þar vantar marga söfnuði hæfa starfskrafta, svo störfin verða í molum og árangur oí lítill. — Jóns Bjarnasonar skólinn geng-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.