Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 7
B J A R M I
159
»Gott kvöld!« tók gesturinn lil
máls. »Má jeg tala fáein orð við
prestinn?«
»Gjörið þjer svo vel að koma inn.
Hvað er yður á höndum drengur
minn?« spurði presturinn aluðlega.
Hann gat tæplega varist brosi, þeg-
ar hann sá hve vandræðalegur ungi
maðurinn varð við þetta ávarp, og
hann sagði brosandi, unr leið og
hann bauð gesti sínum til sætis í
legubekknum í skrifstofunni':
»Yður finst ef til vill að þjer vera
upp úr því vaxinn að vera kallaður
drengur, — en sjáið þjer til, — þeg-
ar jeg ber yður saman við sjálfan
mig, þá eruð þjer ekki annað en
drengur — jeg vona líka að þjer
sjeuð góður drengur«, bælti prestur-
inn ennfremur við og klappaði vin-
gjarnlega á öxl bins unga manns, sem
auðsjáanlega liafði ekki búist við
þannig löguðum viðtökum lijá ókunn-
uðum heldri manni.
»Gamall er jeg nú vitanlega ekki«,
tók gesturinn til máls og ræskti sig
vandræðalegur. »En það er samt æði
langt síðan jeg hefi verið kallaður
drengur«.
Presturinn brosti góðlátlega.
»Og erindiö, góðurinn minn, livað
var það svo ?«
»Jeg var sendur til prestsins frá
veikri konu, sem langar svo fjarska
til að hafa tal af yður«.
»Hvaða kona er það?« spurði
presturinn.
»Pað er nú verst að jeg veil það
ekki sjálfur«, svaraði pilturinn og
leit forvitnislegum gesla augum á það
sem fyrir augun bar í viðhafnarlillu
herbergi prestsins, Sjerstaklega varð
konum starsýnt á mynd, sem bjekk
yfir skrifborði hans.
»Þetta er mynd af móður minni
sálugu«, sagði presturinn, eins og
fiann hefði lesið hugsanir piltsins.
Drættir myndarinnar sýndu hrein-
an svip, göfugmensku og ástúðar, og
án þess að ókunni pilturinn hefði
hugmynd um, var auðsjeð á hans
eigin svip og látbragði að þessi mynd
snart sálu hans.
»Það er fæðingardagurinn hennar
í dag«, hjelt presturinn áfram, »og
jeg fjekk myndina heim einmitt full-
gjörða í dag. Er hún ekki falleg?«
Presturinn nam staðar frammi fyrir
myndinni, krosslagði hendur á brjósti
sjer og horfði hugfanginn á andlits-
mynd móður sinnar, en á svip hans
var auðsjeður innileiki sonar ástarinn-
ar, og var sem liann talaði öllu frem-
ur við sjálfan sig heldur en við gest
sinn, er liann mælti: »Er hún ekki
falleg?«
Ókunni pilturinn svaraöi engu. Og
hverju hefði hann ált að svara? Það
var tæplega við því að búast, að
hann gjörði sjer grein fyrir því hver
þau áhrif væru, sem hjer mættu hans
innra manni, en honum fanst að
hann væri knúður til þess að Iáta í
ljósi það sem fyrst og fremst hreyfði
sjer í sál hans. Pessi aldraði prestur
var svo alt öðruvísi en aðrir menn,
sem hann liafði áður hitt, og alt
öðruvísi en hann hafði sjálfur hugs-
að sjer preslana. Viðmót hans og
viðræða vakti ósegjanlegt traust til
þessa mann, og konr í veg fyrir alla
tortrygni og jafnvel feimni.
»Myndin er falleg«, sagði hann
loksins. »Hún hlýlur að hafa verið
góð móðir«, bætli hann við og kendi
sársauka í rödd hans, — »Pað er
mikil gæfa að eiga góða móður«.
Hann lagði áherslu á góða, og þagn-
aði svo skyndilega, eins og hann
væri búiun að segja altof mikið.
Presturinn leit hlýlega til hans. »Er
móðir yðar dáin?« spurði hann með
hluttekningu.
»Jeg veit það ekki«, svaraði pilt-