Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 4

Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 4
Í56 BJARMí Kirkjueignir 1909 ' 1919 skuldlausar $83180 $ 146514 Altarisgestir . . 1918(558) 1938(408) Ungm.fjelagar . 764 404 Sunnud.skólar. 20 33 Nemendur . . . 1428 1654 Kennarar.... 111 185 Stjórn kirkjufjelagsins skipa nú: Sra Björn B. Jónsson (forseti). Sra Kristinn Ólafsson (varaforseli). Sra Friðrik Hallgrímsson (skrifari). Sra Jóhann Bjarnason (varaskrifari). Finnur Jónsson (fjehirðir). Jón J. Bíidfell (vara fjehirðir). Við Sameininguna urðu ritstjóra- skifti vegna vanheilsu sr. Björns B. Jónssonar. — Sra Guttormur Gutt- ormsson í Minneota er orðinn aðal- ritstjóri hennar, en sra Kristinn Ó- lafsson og sra Friðrik Hallgrímsson annast sjerstakar deildir hennar eins og áður. Sra Björn B. Jónsson heíir verið starfsmaður blaðsins síðan 1907, fyrst með sra Jóni Bjarnasyni til 1914 og síðan aðal-rilstjóri til síðustu ára- móta. Ráðsmannaskifti urðu og jafn- framt við blaðið. Jón J. Vopni hætli eftir 15 ára starf, sem hann stundaði með dugnaði og hagsýni, en við tók Finnur bóksali Jónsson í Winnipeg. Verð blaðsins verður 2 dollarar næsta ár í Ameríku, en ókunnugt er Bjarma enn um hvað ætlast er til að það kosti á íslandi. Andatrúin. í »Fridrikstad Blad« (7/b 1920) stendur eftirfarandi ræðukafli um andatrúna eftir síra Fibiger í Khöfn. »Allstaðar er andatrúarinnar getið. Blöðin flytja hverja greinina af ann- ari um hana og fólkið talar um hana sín á milii. Og þetta er ekkert undarlegt. Styrj- öldin geysaði og fjöldi ungra manna hneig í valinn. Svo kom »spánska veikin« og kom enn fleiri á nátrjein. Rá var eigi undarlegt, þó að spurn- ingin nýja og gamla brytist fram með ómótstæðilegum krafti: »Er nokkuð hinumeginn?« Hvert fara ástvinir vorir? Hittum vjer þá aftur? Það er svo átakanlega sárt og miskunnarlaust að kippa æskumönnunum burt í fullu fjöri svona sviplega. Getur það átt sjer stað, að líf þessara ungu og styrku manna sje sloknað að fullu og öllu? Og þá kom andatrúin til þessara syrgjandi manna og bauð þeim úr- lausn á þessari vafaspurningu. Já, hörmulegt er það, en satt er það samt. Þeir eru nú svo margir, margir, sem eru gjörsneyddir allri þekkingu á sönnum kristindómi. Eða hvað vila þeir um Guð? Hvað þekkja þeir Jesúm Krist og orð hans? Hverþeirra les í biblíunni? Hver þeirra kemst svo Iangt, að hann trúi af því, að hann hefir sjálfur reynt, eða tileinkað sjer fullvissuna um sáluhjálp sína? Ó, þessi dauðans grunnfærni í því sem mestu varðar! »Trúarbrögð« eða kristin fræði eru nú eigi lengur námsgrein í skólunum. Kristin fræði eru eitthvað, sem sá og sá »kann«, þegar hann er fermdur. Svo þarf enginn neitt framar um þau að hugsa. Og svo er nú líka sá agnúinn á kristindóminum, að hann kennir, að til sje eilif glölun. Þetta þykir mönn- um svo svart og ægilegt, að þeir sjá ekkert annað í krislindóminum. Þó er það einmitt aðalmarkmið kristin- dómsins, að frelsa mennina frá eilift'i glötun. En þetta fer fram hjá þeim; út í það hugsa þeir ekki. En samt er meðvitund þeirra um sekt þeirra við Guð nógu mikil til þess, að þeir litast um eftir einhverju, sem er »væg- ara« en kristindómurinn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.