Bjarmi - 15.10.1920, Blaðsíða 14
166
B JARMI
ólíku fundarmenn bjuggu og ræddu
saman friðsamlega í tveim stærðar
tjöldum rjelt hjá Golgata, og er hann
sjálfur var heyrnarvotlur að þvi að
kennimaður Gyðiriga túlkaði ræðu
æðsta prests Samverja, gekk svo fram
af honum að hann gat ekki orða
bundist og óskaði blessunar Guðs
yfir fundinn og sagði fundarmenn
velkomna til Jerúsalem hve nær sem
þeir vildu. —
í það skifti var heldur enginn
tyrkneskur hermaður í Grafarkirkj-
unni um páskana, samkvæmt beiðni
enskra fundarmanna. En samt þótti
heldur en ekki áhætta að fylla kirkj-
una með Armeninga, Grikki og Kofta
við »hermannalausa« guðsþjón'ustu á
páskadagsnótt, því allir vilja verða
fyrstir að tendra kerti sín við »eldinn
helga« sem »grafar prestarnir« koma
með úr grafhvelfingunni. Aðkomnir
fundarmenn urðu að hafa sig alla
við að ekki lenti í handalögmáli
milli Grikkja og Armeninga við það
tækifæri. En Tyrkir brostu i kamp
og sögðu: »f*eir eru líkir sjálfum sjer
enn okkar kristnu nágrannar, hvað
sem er um vestrænar þjóðir.«
Síra Einar Prip, sem lengi hefir
verið kristniboði þar eystra, sagði
einu sinni við þann er þetta ritar:
»Eilt af því sorglegasta sem jeg sá
í Gyðingalandi var þessi tyrkneski
hermannavörður í kirkju sem bygð
er yfir gröf frelsarans, og vila að
hann skyldi vera nauðsynlegur svo
»kristnir« menn færu ekki í handa-
lögmál í kirkjunni — á páskunum.
Hvílík vandræða auglýsing gagnvart
ölium ókristnum mönnum!
En ein af ljúfustu endurminningum
mínum, er á hinn bóginn að minnast
þess, að jeg var einu sinni alla aðfara-
nótt föstudagsins langa út í Getse-
manegarði við sambæn og söng
með 7 öðrum kristnum mönnum.
Vjer vorum sinn úr hvoru landi, og
sinn úr hverjum trúarflokki en allir
bræður í Krisli, — og það var oss nóg.«
(Framh.)
Raddir almennings.
^ --------------------------
S á 1 m u r.
Lag: Hve sælt hvert liús.
O, Guð minn! lát pú leiðarstjðrnu pína
mjer lýsa gegnum heimsins diinmu je).
Ó, vertu hjá mjer, vernda sálu mína
frá villu’ og slysum, hana pjer jeg fel.
Ó, Guð minn! lát mig auman ei pjer gleyma
og ata syndum petta stutta líf.
Ó, leið pú mig til ljóssins unaðsheima,
er loks frá jarðardölum burt jeg svíf.
Ó, Guð minn! lát mig læra pig að biðja
í ljúfri auðmýkt bæði í gleði og neyð.
Og virst pú mig í stríði jafnan styðja,
og stöðugt gæta mín í lífi og deyð.
Ó, Guð minn! lát mig góðverk jafnan vinna
í glaðri trú á pig og Jesúm Krist,
svo jeg að lokurn fögnuð megi finna
og frið við þig í himna sælu vist.
I.
Á Vifilsstöðum.
Drottinn jeg þráfalt prái
þrautir allar að vinna.
Ó, að í neyð jeg nái
náðina þina að linna.
Hrópa jeg til pín, herra!
hjartanu geíðu friðinn,
svo ekkert af vondu verra
verði en pessi biðin.
Gef mjer þinn kærleik kanna
kendu mjer pína vegi,
láttu þitt ljósið sanna
mjer lýsa að hinsta degi.
E. S.
Merkur bóndi sunnanlands skrifar
Bjarma:
»Verst er yfir höfuð skeytingarleysið