Bjarmi - 01.12.1920, Síða 6
182
B J A R M I
gleði æskuvorsins á annan hátt.
Blessuð jólin! Þau vekja gleði og færa
jafnan frið á jörð.
Kirkjuklukkurnar voru búnar að
kalla fólkið saman og minna það á
englasönginn forðum. En í heima-
húsum leituðust menn við að gjöra
sjer daga mun eftir föngum.
Heima hjá prestinum var hljótt og
kyrt. Hann var nýkominn heim frá
kirkjunni og sat nú við skrifborðið
sitt með jóladagsræðuna fyrir framan
sig. Hann var all þreytulegur í bragði,
enda hafði hann mörgu að sinna
þessa dagana. Hugur hans dvaldi
hjá þeim mörgu, sem leituðu ásjár
hans og aðstoðar. Síst máttu þeir
gleymast um jólin, það voru lítil-
magnarnir, olnbogabörnin, sem ham-
ingjan hafði snúið bakinu við, eða
sem fingraför syndarinnar höfðu sett
innsigli sitt á. Hann bar þá fyrir
brjósti og varði bæði tíma og kröftum
þeim til hjálpar.
Heimili hans var fáment, þau
bjuggu saman systkinin, hann og
systir hans, lílið eitt yngri en hann
sjálfur. Hún kom nú inn í dyrnar á
skrifstofu hans og sagði honum að
kaffið væri tilbúið. »það er ágætt,
Björg mín,« mælti hann, og láttu
svo eitlhvað af jólasælgæti í vasana
á yíirhöfninni minni. Jeg þarf að
skreppa uppeftir sem snöggvast. »Þú
verður þá víst ekki mikið heima í
kvöld fremur venju?« sagði systir hans
um leið og hún lielti kal'fi í bollann
hjá honum. »Þú átt eiginlega engin
jól, Gunnar, og aldrei neina friðar-
stund. Þú gætir svo sem losað þig
við þessa ferð í fangelsið, hann Jónas
fer óðara með sælgætið handa föng-
unum, ef þú vilt«.
Ekki vil jeg það. Mjer ber að vinna
á meðan dagur er. Ekki síst á jólun-
um. Ef til vill gefast þá betri tækifæri
en ella til þess að ná tökum á því sem
enn er óspilt í mannssálunni. Það er
annað en gaman að vera fangi á
jólunum, Björg mín,«
»Víst er það voðalegt,« svaraði
Björg. »En það er margt voðalegt í
heiminum núna, og ekki getur þú
bætt úr böli allra hvort sem er.«
»Því fer ver og miður.« svaraði
síra Gunnar hægt. »Mjer svíður það
meir en frá verði sagt hvað jeg er
ónýtur, og hins vegar öll þessi synd.
Lögmál Drottins fótum troðið, og
náð hans fyrirlitin; og þó stynja
aumingja mennirnir undir ofuiþunga
sektar sinnar. Jeg hefi verið að hugsa
um vesalings pilt í dag. Hann þekkir
hjer enga aðra en óþokka, sem hafa
hann á valdi sínu, láta hann stela en
koma svo hvergi nærri sjállir. Sökin
skellur öll á honum og nú er hann
kominn í tangelsi«.
»Er það pilturinn, sem kom hingað
í haust? þú sagðir mjer frá honum
þá«
»Já, Mjer fanst strax aö jeg eiga
alveg sjerstakt erindi við hann«.
»það finnst þjer nú víst æfinlega«,
sagði Björg og leit brosandi til bróður
sins.
»Jeg vildi óska þess«, svaraði hann
Jeg vildi rjetta sem allra flestum
holla bróður hetidi. En stundum er
jeg þreyttur og stundum kjarklítill, og
þá finst mjer jeg eiga svo undurlítið
erindi til þeirra sem bera þyngstu
byrðarnar. Og oft blöskrar mjer hvað
vald myrkursins er sorglega mikið;
þá hættir mjer líka við að láta deig-
an síga. En það er alls ekki rjett
gjört. Slríðsmaður Drottins verður að
vera hugprúður. Og þrátt fyrir öll
vonbrigði í starfi mínu veit jeg af
reynslu, að Jesús Kristur bregst
aldrei«.
»En heyrðu Gunnar«, sagði Björg
eftir litla þögn. »Varstu ekki búinn
að bjóða hingað gömlu hjónunum