Bjarmi - 01.12.1920, Qupperneq 8
184
BJARMI
nauðsynlegasta: — Sjá það Guðs
lamb, sem burt ber heimsins synd.
Nú eru jólin komin. Þau eiga að
minna okkur á þessi orð, — þvi í
dag er yður frelsari fæddur. Sjálfsagt
hafið þjer nú einhvern tíma hlakkað
til jólanna, við gjörum það öll, eink-
um þó á meðan við erum börn«.
»Ójá, jeg gjörði það á vissan hátt«,
svaraði fanginn, »mestmegnis af þvi
þá átti jeg von á ögn skárri mat, og
það kom þó fyrir að jeg fengi nýja
spjör á jólunum, annars var jeg ekk-
ert að brjóta heilann um þýðingu
jólanna. Mjer var heldur lítið sagt
um þau efni«.
»Hver ól yður upp?«
»Sveitin gaf með mjer á fátækl og
ljelegt heimili«.
»En foreldrar yðar?«
»Foreldrar minir!« Pilturinn leit
forviða á prestinn. »Haldið þjer að
jeg hafi átt foreldra?«
»Já, það held jeg«, svaraði síra
Gunnar brosandi.
»Jæja þá! Foreldra, sem íleygðu
mjer út á kaldan klakann og fengu
mjer að arfi illar hvatir og tilhneig-
ingar. Foreldra, sem jeg hefi aldrei
sjeð og sem jeg hata!«
Presturinn klappaði á öxlina á
honum.
»Veslings barn!« sagði hann með
viðkvæmni.
»Ef jeg hefði kynst yður eða ein-
hverjum yðar l(ka«, hjelt pilturinn
áfram, »þá hefði jeg eflaust elskað
yður og treyst, álika og jeg hataði
og tortrygði ílesta aðra. Og hvað átti
jeg að gera? Enginn vjek góðu að
mjer, svo jeg muni til. — Jeg var
auðvitað ódæll, og gerði oft vísvit-
andi það sem rangt var, helst ef jeg
gat strítt einhverjum með því. Þó jeg
væri nú svona skapi farinn, gæti jeg
best trúað þvi að jeg hefði látið að
orðum þess manns, sem hefði sýnt
mjer einhverja rækt, já, jeg er alveg
viss um það, en því var ekki til að
dreifa. Fólkið áleit það víst skyldu
sína að sparka í mig, eins og í
hundana, þegar þeir gerast of nær-
göngulir. — — Og jólin, — þjer
nefnduð þau áðan. Pau eru auðvitað
ágæt fyrir góða fólkið, en tæplega
trúi jeg þvi, að þau komi til min, —
þjófsins í varðhaldinu!« Hann hló
stutt og kalt. »Eða finst yður svo
jólalegt hjerna?«
»Jeg vildi feginn mega flytja jól til
yðar«, svaraði presturinn, »eða öllu
heldur boðskap jólanna, fagnaðarer-
indið um hann, sem kom í heiminn
til þess að frelsa synduga menn.
Hann á vissulega erindi við yður,
drengur minn. Pjer eruð illa staddur
sem stendur, en ekki efast jeg um
það að hönd Drottins nær lil yðar,
einnig hingað í einveru fangelsisins,
og sú hönd er máttug, hún getur
kipt öllu í lag og gert yður að góð-
um dreng, eins og yður var ætlað
að verða«.
»Var mjer ætlað að verða það?«
spurði pilturinn kaldranalega. »Pað
skil jeg læplega, ef trúa skal þvi sem
sagt hefir verið. Nei, mjer var annað
ællað. Jeg átti helst að verða að
engu, hverfa þegjandi og bljóðalaust,
— deyja eins og hræ úti á víða-
vangi, — eða þá verða það sem jeg
er — glæpamaður«.
Prestinn setti hljóðan.
»Mjer er svo sem sama þó jeg segi
yður það greinilega«, hjelt fanginn
áfram. »Pjer eruð hvort sem er eini
maðurinn í heiminum, sem virðist
hafa löngun til að bjálpa mjer. Mjer
verður svo sem ekki viðhjálpað úr
þessu, en söm er yðar gerðin. Jæja
þá, sagan segir að jeg sje útburður,
hvorki meira nje minna! Pað fór
vitanlega dult, þó er mjer enn í
barnsminni pískrið í fólkinu um þetta.
Frh. n 189. bls.