Bjarmi - 01.12.1920, Page 15
BJARMI
191
augum uppi, hve varúðarvert er yfir-
leitt að leita sambauds við anda
framliðinna.
Spírtisminn hefir ekkert það lil
brunns að bera, er geti gert oss hinn
ósýnilega heim dýrmætari en hann
er oss opinberaður í fagnaðarboð-
skap Jesú Krists, eða sálu vorri
meira aðlaðandi en hann birtist þar.
Aftur er ýmislegt í spíritismanum,
sem í hvorutveggja þessu tilliti hefir
alveg gagnstæð áhrif. Kirkjan liefir
enn í dag óþrotlegum nægtalindum
yfir að ráða bæði huggunar og vissu
um framhald lífsins fyrir handan
gröf og dauða. Því ættu kennimenn
kirkjunnar að láta sjer vera innilega
ant um að ausa úr þeim lindum og
flytja harmandi og mæddum mönn-
um þá huggun, sem kristnir menn
eiga heimtingu á og er erfðahluti
þeirra.
Að síðustu er svo til orða tekið:
Við það skal kannast, að hjer verða
á vegi vorum ný fyrirbrigði og þau
býsna erfið viðfangs. En hinar vís-
indalegu rannsóknir á þeim efnum
hafa enn ekki komist að neinni
ábyggilegri niðurstöðu. Og í fylsla
samræmi við bestu og mestu sálar-
fræðinga vorra tíma, leggjum vjer ríkt
á við þjóð vora, að setja ekki traust
sitt til kenninga, sem síðar lcann að
verða hrundið, en þó um fram alt
að varast öil rýnilaus og misvitur
mök við hin sálarlegu öfl eða að
gefa sig á vald tilraunafundum, sjá-
endum og miðlum, sein nú er orðið
svo títt. — —
Hjer er þá spiritismanum skýlaust
á bug vísað sem jafn hættulegum
fyrir rjett guðssamband vort og heil-
brigt sálarlíf. X.
r? • =~ 1 ......................^
Hvaðanæfa.
Heima,
Bjarmi stækkar. Æðimörg hinna
blaðanna draga saman seglin af skiljan-
legum ásfæðum, en í stað þess að fara
eins að, fjölgar tölublöðum Bjarma næsta
ár um 12‘/a°/o, eða verða 27 i stað 24 áður.
Orsökin er sú, að nokkrir góðborgarar
þessa bæjar ælla að kosta sjálfir 3 tölu-
blöð, til að koma til allra lesenda blaðs-
ins stórri trúmálaritgerð, sem blaðinu
mundi verða ofvaxið að flytja að öðrum
kosti. Kaupendur blaðsins fá því að for-
fallalausu 4—5 tölublöð í næsta mánuði, í
stað 2 áður.
Útg. Bjarma er verulegt ánægjuefni að
verða svo áþreifanlega var við vaxandi
áhuga þeirra, er unna stefnu blaðsins, og
þykist þess fullviss, að margir vinir blaðs-
ins fjær og nær muni nota tækifærið til
að Ijölga kaupendum þess. Þegar þess er
gætt, að nýir kaupendur geta, auk alls
þessa, fengið ókeypis 5 síðustu tölublöð
þessa árgangs, þá er auðsætt, að þeir geta
ekki í neinum íslenskum tímarita eða
bókakaupum fengið jafnmikið fyrir 5 kr.
eins og þeir fá með því að kaupa Bjarma.
Nýja bók í sama broti og Bjarmi og 256
bis. að stærð mundu fáir selja nú fyrir
minna en 15—20 krónur. En nýir kaup-
endur Bjarma greiða aðeins fimm krónur
fyrir samtals 32 tölublöð.
Titilblað og efnisyfirlit þessa árgangs
verður með janúarblöðunuin.
Danska kirkjan og spíritisminn.
Um það efni flutti Einar H. Kvaran rit-
höfundur erindi nýlega í asálarrannsókna-
fjelaginu« i Rvík. Morgunblaðið gat utn er-
indið og skýrði þar meðal annars frá, að
hr. E. H. K. þætti danska kirkjan ærið
þröngsýn í garð spíritismans.-
Dr. Skat HofTmeyer svaraði í Morgun-
blaðinu (23. f. m.) og segir það rjett, að
»danska kirkjan sje lítt lilynt spíritisman-
um«, og bætir svo við:
»En til þéssa eru tvær ástæður. Sören
Kirkegaard hefir kent oss dönskum guð-
fræðingum, svo að vjer ekki getum gleymt
því aftur, að trú og vísindi er tvent ólíkt
og að það sje móðgun við trúna eftir öilu
eðli hennar að ætla sjer að sanua inni-