Bjarmi - 01.03.1922, Page 4
36
B JARMI
frá Hankow, biskupi i ensku kirkj-
unni og formanninum í Cbina Con-
tinualion Committee. Áður en Hickson
byrjaði að fást við sjúklinganá, hélt
hann ræðu, þar sem hann meðal
annars tók skýrt fram, að það sé
villa að halda, að sérstök sjúkdóms-
tilfelli séu send af guði sem ándleg
hjálp. Hvernig myndi Jesús, ef svo
væri, hyklaust hafa Iæknað sjúka
menn, sem leituðu hans? Og hvernig
gætim vér kristnir menn farið til
læknis, ef vér héldum að veikindin
séu andleg bjálp fyrir oss? Nei, sjúk-
dómur er líkamlegt böl, eins og synd-
in er sálarlegt böl. Ef guð sendir oss
þessa hluli sem einhver andleg gæði,
þá hlýtur öll læknislistin og heilsu-
fræðin og alt, er miðar til að standa
á móti sjúkdómum, að vera gagn-
stætt vilja guðs? Kom það nokkru
sinni fyrir, að Jesús gengi inn í
sjúklings-herbergi og segði einungis:
»Þetta er guðsvilji« og færi svo í
burtu? Nei, hann læknaði inn sjúka.
Eftir ræðuna vóru inir sjúku svo
hvattir til að koma einir eftir aðra
upp að altarisgrindunum og krjúpa
þar niður. Öll samkoman var niður-
sokkin í kyrláta bæn og á organið
var leikið lágt, en á meðan gekk
Hickson frá einum til annars og bað
fyrir hverjum fyrir sig, um leið og
hann lagði hendur yfir þá. Á eftir
honum kom svo biskupinn eða prest-
ur og lýsti blessuninni yfir, einnig
með handaálagningu á hvern og einn.
AUan tímann ríkti mesta ró og kyrrð;
það heyrðust aðeins inár lágmæltu
raddir þeirra tveggja, sem við altarið
báðu fyrir og blessuðu yfir ina sjúku,
en á meðan vóru alkunn sálmalög
leikin á organið. Eg hygg að þenna
dag hafi sjúklingarnir verið um 200.
Þegar allir sjúklingarnir höfðu gefið
sig fram, var það auglýst, að þeir
skyldi koma innar að altari, er ósk-
uðu að fá andlega blessun. Og það
vóru víst fáir sem eigi notuðu sér
þetta tækifæri, svo mjög vóru menn
hrifnir af því, er þeir höfðu heyrt og
séð og þeim anda Jesú Krists, er
hvíldi þarna yfir öllu. Samkoman
fyrir sjúka Kínverja, tveimur dögum
síðar, fór fram á sama hátt og gekk
kyrrlátlega og unaðslega sem in fyrri.
Síðasta fund sinn bér efra hélt
Hickson á mánudagskveld og skýrði
þá frá hvernig starfi þessu skyldi
haldið áfram eftir að hann væri far-
inn burt. Sérstaklega mælti hann með
því, að stofna bænarflokka þar sem
einkum væri gerð fyrirbæn fyrir sjúkl-
ingum er bæði um það. Hér tók hann
það fram, að eigi einungis kirkjan
hefði fengið náðargáfu lækninganna í
arf frá meistara vorum, heldur hefðu
margir einslakir menn fengið hana.
Það sem oftast veldur þarna hindrun
er einungis skortur á trú. Margir
vilja fyrst sjá tákn og trúa síðan.
En táknin koma eigi á undan, held-
ur eru afleiðing trúarinnar. Og þeir
sem leita heilsubótar verða líka að
koma í trú. Það verður og að vera
öllum ljóst, að læknunin er umfram
alt andleg, hún verður að byrja með
hreinsun sálarinnar.
Nú mun verða spurt: »Hver er svo
árangurinn af þessu? Er árangurinn
nokkur?« Herra Hickson spyr
aldrei um það. En auðvitað fær
hann oftlega að heyra um árangur-
inn án þess að spyrja um hann.
Hann fer að eins leiðar sinnar áfram
í þeirri föstu trú, að hann sé að gera
það sem drollinn hans hefir sett hann
til, og einkum vekur hann athygli á
því, að hann búist alls eigi við lækn-
ingu jafnan samstundis, heldur þurfi
að halda áfram með bæn í trú.
Lofið mér að siðustu að nefna
nokkur einstök dæmi, sem greinilega
sýna árangur og eru fylsti vitnisburð-