Bjarmi - 01.03.1922, Page 15
BJARMI
47
mannsálir væru orönar þessum kenning-
um að bráð, ef Bjarmi hefði ckki verið til.
Siðan jeg var 12 ára, hef jeg lesið
»Bjarma«, og mjer getur aldrei þótt
vænna um neitt hlað; það hafði svo
margt að bjóða, sem Ieitandi barnssál
þurfti að vita. Jeg segi það tvimælalaust
að »Bjarmi« hefur orðið mjer til meiri
J)lcssunar, en nokkurt annað blað.
H. Ö. H.
L j ó s i ð m e s t a.
Ljósanna Ijósið er Kristur,
sem lýsir oss jarðar í dölum;
því lífsveginn lagði hann fj'rstur,
er liggur að himinsins sölum.
í sannleikans Ijós oss hann leiddi
er lýðunum frelsið hann kej'pti.
Syndanna sviða hann eyddi
og Satan úr völdum hann steypti.
Hver viska hún verður að heimsku,
sem vill ekki sannlcikann skilja.
En Frelsarinn grefst ei í gleymsku,
þótt guðdóm hans reynt sje að hylja.
Ei blind sál sjer guðdómssól bjarta,
nje birtu og yl hennar finnur.
Ei Guðs son sjer hrokafult h’jarta,
ei hrokinn í Kristsanda vinnur.
Ó munið það mannlegu hjörlu!
Hann mannkyns er frelsarinn sanni.
Á velferðaryegina björtu
hann vísar þeim iðrandi manni.
Ef liggjandi í lastanna dróma
þjer ljósvana birtuna þráið,
þá horfið í himinsins Ijóma!
() horlið uns h’relsarann sjáið!
Pá Ijósið Guðs lifandi dýrðar
mun ljóma í iðrandi hjarta;
þess einkunnir ei verða skýrðar —
það útrýmir myrkrinu svarla.
Ögn.
Vitnisburður ekkju. — »Sú sorg,
er jeg varð fyrir í vetur, að missa mann-
inn minn, er mjer óbætanleg; liann var
svo ástríkur og góður. Oft vorum við
búin að óska þess að mega verða sam-
ferða til Guðs. f*á fansl mjer jeg ekki
gæti hugsað til þess, að hann dæi á und-
an mjer. Begar hann lá banaleguna og
jeg sá hve hann þjáðist, bað jeg Guð að
veita honum hvíld á hvern liátt, sem
honum þóknaðist, Nú lifi jeg í þeirri von
að fá aftur innan lítils tíma að vera sam-
vistum við iiann. Á Guð treysti jeg og
þarf því engu að kviða. Við höfum ekki
alhylst þessar nýju stefnur í trúarefnum.
Jeg trúi því sem jeg í æsku numdi og
sem jeg síðan hefi lesið í Biblíunni.
Jeg er ykkur hjónunum innilega þakk-
lát fyrir það, sem þið ritið í Bjarma og
bið Guð af öllu hjarta að blessa starf
ykkar. Jeg kaupi Bjarma svo lengi, sem
jeg lifi«.
Bænarvers.
Guð minn i auðmýkt jeg þig bið!
Líkna mjer lifs á braut
og lát mig.sigra í þraut.
Starfið mitt blessa og .börnin smá,
ljúfasti Jcsú lát,
þau ljóst hafa á þjer gát.
Blessaði Jesú blíði minn,
æ gef mjer ávöxt sjá,
af mínu starfi þá.
Fylgi þjer Jesú lífs um leið,
börnin i bæn og trú,
bren mín er einlæg sú.
Leið mig og börnin lifs um stig,
og loks er æfin þver,
I eilífa dýrð með þjer.
G. ./. (kennari).
K o n a í N. - í s a f j. s ý s 1 u skrifar *•■/1.
þ. á. »Pað er ósk mín að fá blaðið fram-
vegis, vona jeg að mjer leggist eitthvað
til með að borga það. »Bjarrai« er mjer
svo kær að jeg hlakka eins og barn til
vænlanlegrar komu hansw.
H u g g u n.
Altaf lýsir einhver sljarna,
ef til himins litum vjer,
voldugur faðir veikra barna,
jeg veit þú aldrei gleymir mjer.
Breið yfir mig blessun þína,
brot min synda kvittaðu öll,
eilíft ljós mjer láttu skína,
í lifs og friðar sælu höll.