Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.01.1923, Qupperneq 13

Bjarmi - 01.01.1923, Qupperneq 13
BJARMl 9 á himnum, vitrunum sínum og und- ursamlegri lífsreynslu sinni. Næsta mikið myndi slíkar frásagnir hrífa, gera hugfangna og glaða, í enn meira mæli, þá mannhópa er flykkjast að honum í hvert skifti, sem hann tal- ar. En hann talar aldrei um þetta í hinum opinberlega boðskap sinum, þvi ef hann gerði það, myndi það einungis seðja forvitnina, en veikja það og vinna á móti því, sem Sundar álítur vera köllun sína og hvers krist- ins manns, nefnilega að vekja menn- ina upp frá syndinni og leiða þá til Krists. Sama gildir um þá kenningu hans, að óendanlegur kærleiki guðs þekki öngva eilífa glötun, heldur muni leiða flesta, ef eigi alla um synd og helvíti, til frelsunar. Sundar hugsar lítið um þetta. En sýnir hans hafa veitt hon- um vissu. Samt boðar hann aldrei opinberlega trú sína á frelsun flestra, heldur lýsir valinu á milli breiða vegarins og þröngva jafnt ákveðið sem frelsarinn. Vér höfum þegar séð, að Sundar hefir eigi stofnað neitt trúarfélag i kringum sig sjálfan og óskar heldur eigi að gera það. Og einn maður sannarlega kristinn, er til meira gagns í guðsríki en nokkur stofnun. Eg skal eigi reyna að rannsaka, hversu mikilsverður Sundar er sem leiðtogi og lærifaðir. Það er erfitt verk, það sem er nærri oss i líman- um, getur auðveldlega sýnzt stærra en það er. En þegar vér lítum burt frá þeim áhrifum sem Sundar hefir haft með sinni Kristi líku persónu og boð- skap sínum og líklega hefir enn í framtíðinni, þá er mögulegt í fám atriðum að meta hans sanna mikil- vægi. Eftir minni hyggju er það, fólgið í þeirri staðreynd að hann er einkennilega frumlegur. Pað má vera, að hann, indverskur og guðspjalls- legur dulspekingur, hafi átt marga fyrirrennara, en sé svo, þá eru þeir oss ókunnir. í trúarbragðasögunni er hann inn fyrsti, er sýnir öllum heimi, hvernig gleðiboðskapur Krists endur- speglast og er tekinn upp, óbreyttur að hreinleik, í indverskri sál. Sundar svarar spurningu þeirri, sem vér höf- um velt fyrir oss, alla tíð síðan Ind- land fór fyrir alvöru að víxla andleg- um auðæfum við Vesturlönd: Hvílík- ur ætli kristindómur Indlands verði, ef kristindómurinn á Indlandi, yfir- leitt, á að verða eitthvað annað, en nokkrar andlegar nýlendur, sem inir ýmislegu kristnu söfnuðir Vesturlanda stofna og laga eftir sinni eigin mynd svo vel sem þeim er unnt. Hér er indversk sál sem, svo sem vér sáum, heldur áfram að vera sannur Indverji, svo vel sem hægt er, það að vera, í orðsins beztu merkingu, meðan hann samtímis lifir gjörsamlega i kærleika Krists og veitir gleðiboðskapnum fulla viðtöku. Það myndi torvelt verða, jafnvel á Vesturlöndum að finna nokkurn þann mann sem rækilegar og fyllilegar hefir skilið og lifað sig inn í fagnaðarerindið. Það sem hjá honum er fyrirmyndarlegt og *ein- kennilegt er ekki sambræðing á krist- indómi og hindúatrú, heldur ný sýnis- mynd af svo sönnum biflíu-kristindómi, að það verkar á oss á margan hátt, hvetjandi og fræðandi. Jóhannes L. L. Jóhannsson, þýddi úr »For Kirke og Kultur«. »011 jel birtir upp um siðir«, og svo fór um »prentsmiðjujelið« i Rvík. Eftir jelið kemur Bjarmi að nýju, óskar liann öllum lesendum sínum gleðilegs nýárs og þakkar öllum vinum sínum liðnu árin. —■ Mikið efni og margbreytt úr ýmsum átt- um berst að blaðinu, svo að ritstj. verður að geyma ýmislegt sem hann hefði helst kosið að birta tafarlaust. 19.—2.—23. S, A. Gislason,

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.