Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.01.1923, Blaðsíða 14
10 ÖJARMl Ársskýrsla til kristniboðsvina á íslandi. Fyrsta þ. m. var liðið ár síðan jeg kom til Kína; langaði mig því nú til að senda kristniboðsvinum heima fyrstu skýrsluna, þó fáir lík- lega hafi búist við henni svo snemma. — í upphafi máls vil jeg taka það fram, að þetta verður ekki ársskýrsla í vanalegum skilningi; það verður ársskýrsla, en ekki starfsskýrsla. Beinan þátt í kristniboðinu hefi jeg eiginlega ekki enn þá tekið; málið var því til fyrirstöðu; og þó jeg kom- ist nú allra minna ferða hjálparlitið, vegna málsins, má þó heita að jeg sje að eins byrjaður á »stafrófinu«. »Ónýtir þjónar erum vjer« á því við um mig. Ársskýrslu' á þó eflaust vel við að senda; þó jeg hafi ekkert gert, væri þó ekki rjett að þegja um það, sem Guð hefir til vegar komið. Ekki hefir þetta ár liðið eins og indæll draumur. Breytingin fanst mjer mikil í fyrstu. Lífskjörin og lífsþæg- indin eru hjer nokkur önnur en t. d. í Ameríku eða í Reykjavik. F*ó hefir mjer vegnað vel; en ekki dylst mjer, að befði að eins æfintýraþrá teygt mig til Kina (eins og sumir heima hjeldu), mundi jeg ekki haldast við í Mið-Kína lengur. Ætti jeg að skýra frá reynslu minni á liðnu ári, hjeldi jeg ekki óviðeig- andi að yfirskriftin yrði trúarraun Mállaus hefi jeg verið og lítið skilið, en fyrstu viðkynni m<n af heiðnu miljónunum hafa með óviðjafnan- legri alvöru kveikt ótta og efa í sál minni, sem máske stundum raskaði næturrónni. Alt, sem jeg sá og heyrði, fanst mjer stundum beina að mjer þeirri spurningu? Hverju trúirðu? Geturðu nú trúað á Guð og hjálpræði hans í Kristi, á opinberunarorðið og alheimsstjórn Drottins? — Hafi jeg staðist þá trúarraun óskaddaður, er það vissulega náð Guðs í Jesú einni að þakka. Að lifa Drotni í Kína án þess að hafa öðlast persónulega frelsisreynd, fulla vissu um föðurást Guðs og náð í Jesú, er óhugsanlegt. Eins er það líka óhugsanlpgt, að geta helgað Drotni líf og. starf á heiðnu landi án þess að hafa öðlast kraítinn, sem hann hjet lærisveinunum og skipaði þeim að bíða eftir, áður en þeir »færu út um allan heim« (sbr. Post. 1, 4 og 1, 8). — Jeg hefi minst á þetta, svo lesendurnir hugsuðu um fyrirbænina, — því að jeg get ekki lifað án band- anna, sem tengja mig kristnum vin- um heima. Einnig hefi jeg skrifað þetta vegna þeirra, sem bera þrá i brjósti eltir að verða verkamenn í víngarðinum. Guð gefi að margir ís- lendingar, menn og konur, komi til Kína í þjónustu kristniboðsins, en hann gefi einnig, að enginn þeirra komi án frelsisfullvissu og án kraftar Drottins. Undir því er meira komið en mentun eða nokkru öðru. En, Guði sje lof, þeim, er auðmýk- ir sig og leggur alt á altari hans, hefir hann heitið náð til að yfirvinna sjer- hverja þraut. »Eins og dagarnir eru, mun styrkurinn verða«. Sá, sem stendur hugheill undir krossmerkinu, getur ekki orðið til skammar, því hann er umskygður krafti hins al- valda. Já, Guði sje lofl — ekki held- ur fyrir mjer er öll von úti. Vaxandi áhugi kristniboðsvina heima hefir glatt mig mikið á liðnu ári; gott er hvað margir hafa hugfast, að í starfinu fyrir Guðs ríkið er meira undir fyrirbæn en fjegjöfum komið. Vonandi verður þess ekki lengi að bíða, að islenskum kristniboðum fjölgi; hjer er nóg að gera, og nú er dagur, en nóttin nálgast.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.