Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.01.1923, Side 16

Bjarmi - 01.01.1923, Side 16
12 BJARMI ingar kristinsdóms verða ofan á. í Ham- borg, Thúringen og víðar var öll kristin- dómskensla, allar guðræknisiðkanir og trúarhátíðir fyrirboðnar i barnaskólum. í Prússlandi og Saxlandi var kristindóms- stundunum stórfækkað og »kver«-lær- dómi alveg hafnað. Kennarar voru alveg sjálfráðir um hvort þeir löguðu kensluna eftir nokkurri játningu eða engri. En brátt ljetu kristnir foreldrar til sín taka. Iíapólskir menn og evangeliskir. sendu ótal andmæli og við þingkosningar var mjög spurt um stefnu pingmannaefna í pessu stórmáli. Fyrsta þingið í Weimar hallaðist að vísu að ríkisskólum, og gjörði frjálsum barnaskólum erfitt fyrir, pó varð pað að leyfa kristilega játningarskóla við hlið trúkenslulausu skólanna. Atkvæði foreldra skyldi skera úr í hverju kenslu- hjeraði og par sem meiri hlutinn óskaði, skyldi trúkenslan vera samkvæm trúar- játningu viðkomandi kirkjufjelags, og öll börn taka þátt í henni, nema foreldrar óskuðu skrifiega að losa pau við það. Enginn kennari skyldi pó skuldbundinn til pess að kenna kristindóm, og var pá foreldrunum heimilt að útvega sjálfir sjálfboðaliða til þess starfs. Pessi lagafyrirmæli urðu til pess að kristindómsvinir gerðu samtök um land alt, til að fá játningarskóla ýmist almenna eða sjerstaka safnaða-barnaskóla. »For- eldrafjelög« fjölmörg hafa myndast er hafa þetta hlutverk, og jafnhliða tóku allir kristilega sinnaðir kennarar að mynda fjelög, og hafa pau komið pegar góðu til vegar. Við kosningu í »foreldra- ráðin«, sem eru nokkurskonar skóla- nefndir, er langmest fakið eftir pessu máli, og hefir pá komið i ljós, að kristindóms- kenslan á miklu fleiri vini en margir bjuggust við áður. Pegar »foreldraráðin« voru kosin í Berlín í sumar sem leíð, fjekk »kristindómslistinn« tvöfalt íleiri at- kvæði en sá trúarbragðalausi, og jafnvel í Leipzig fjekk hann meiri hluta. íslenskur námsmaður sem var i pýskri stórborg í fyrra vetur, er par var kosið »foreIdraráð«, sagðist ekki hafa orðið var við neina kosningabaráttu par syðra jafn harðsótta. Pvi að auðvitað berjast sum verkamannafjelög, og ýmsir aðrir, liarð- lega gegn allri kristindómskenslu. Frá Noregi. Safnaðar-prestaskólinn norski á sívaxandi vinsældum að fagna meöal guðfræðisnema. Hann byrjaði tyrir 12 árum með 14 nemendum og prem kennurum, og pá gerðu guðfræðísprófes- sorar háskólans norska gis að honum, enda höfðu þeir pá um 150 lærisveina. En smámsaman hefir hann vaxið. 1 fyrra voru nemendur hans orðnir 84, en ekki nema 79 við guðfræðisdeild háskólans, og í haust urðu þeir rúmir 100, og par af 4 eða 5 frá Danmörku og Svíþjóð, en við guðfræðisdeild háskólans rúmir 60 og í lienni hafa erlendir stúdentar aldrei stund- að nám. Kennarar safnaðarskólans eru nú 6 eða 7 og laun peirra og allur annar skólakostnaður er greiddur með frjálsum gjöfum. Árið 1921 voru pær tekjur skól- ans 101690 kr., og sýna pær greinilega traust og kærleika safnaðafólksins. Alveg nýverið var húseign keypt i Kristianiu til skólabústaðar fyrir 100 pús. kr. Andstæöingar kristindóms eru weinkar frjálslyndir og sanngjarnir« að sjálfs sín dómi. Hjer er lítið sýnishorn þess: Pýska blaðið »Ljós og líf« segir svo frá 22. okt. siðastl.: »Verkfalls-þriðjudaginn, sem rikisforsetinn fyrirskipaði, urðu spjöll mikil í Chemnitz. Pað var ráðist á fundahús K. F. U. M., brotin hurðin og handrið á stigum, slitinn síminn og margt skemt innan húss, einkum pað, sem minti á trúmálastarf. Kristslíkneski dýru var varpað út um glugga, með þeim orðum: »Vjer viljum ekkert hafa saman við þenna Jesúm að sælda«. Minninga-biblía var rifin í tætlur, sömuleiðis málverk af Lúter og Jóhanni Húss. — Ýmsum fjelagsmönn- um var mispyrmt. — Lögreglan kom þegar upphlaupsmennirnir voru farnir, en varnaði peim pó að gera aðra árás á húsið. Alúðarþakkir þeim, sem enn eru að safna kaupendum að Bjarma, prátt fyrir alla dýrtíð. Verði árangurinn góður getur tölublöðum hans fjölgað enn, og íleiri fátækir fengið blaðið fyrir hálfvirði. — Peir, sem ekki hafa efni á að borga skuld sína við Bjarma, eru beðnir að láta útg. vita um pað. Útgefandi Slgnrbjörn Á. Gíslnson, Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.