Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1923, Page 1

Bjarmi - 01.09.1923, Page 1
 BJARMI = KRISTILEGT HEIMILISBLAÐ — XVII. árg. Reykjavík, september 1923. 21.—22. tbl. Vjer biöjum i Krisls stað: Látið sœttast við Guð. (II. Kor. 5. 20.). í sama hugarfari og í sömu skoðun. Prjedikun flutt í dómkirkjunni við setning Stórstúkuþingsins laugard. 23, júní 1923 af Árna Siaurðssyni fríkirkjupresti. En jeg áminni yður, bræður, vegna nafns drottins vors Jesú Krists, að . . . . ekki sjeu flokkadrættir á meðal yðar, heldur að þjer sjeuð fullkomlega samein- aðir i sama hugarfari og í sðmu skoðun. (1. Kor. 1, 10). í þessum orðum Páls postula i upp- hafi fyrra Kor. sjáum vjer einn merki- legan drátt, sem eigi má vanta í mynd hins mikla postnla. Vjer sjáum hann hjer sem foringjann hagsýna, er veit að fast skipulag og samtaka starf- semi er hverri þeirri stefnu lífsskilyrði, sem standast vill árásir utan að og vinna málefni sínu sigur. Páll veit, að sú regla gildir um hina kristnu söfnuði, sem sett er fram i spakmæl- inu: Sameinaðir stöndum vjer, en sundraðir föllum vjer. Honum heflr verið tjáð, að þrætur og flokkadeilur eigi sjer stað meðal hinna kristnu bræðra, málefni Krists til stórhnekk- is og vanvirðu. Fyrir því lætur hann það vera sitt fyrsta verk að áminna bræðurna um einiugu og bróðurlega elsku innbyrðis, svo að flokkur þeirra sje samtaka í þjónustu Krists, svo að þeir sjeu allir trúir ráðsmenn yfir því veglega verki er þeir voru kallaðir til. Og hann áminnir þá með hinu áhrifa- mesta orði, sem hann þekkir, þegar hann segir: vegna nafns drottins vors Jesú Krists. Hvers vegna hefjum vjer, háttvirtu fuiltrúar, bræður og systur, störf stór- stúkuþingsins með guðsþjónustu i Guðs húsi? Þvi ætti að vera auð- svarað. Vjer viljum, að störf þess sjeu hafin og þeim haldið fram í Jesú nafni. Reglan, sem vjer öll teljumst til er bygð á grundvelli kristinnar trúar. Eins og öll hin ytri form vísa til kristilegrar uppsprettu sinnar, svo viljum vjer og láta kristilegan anda ríkja meðal vor og móta öll störf vor, sem samkvæmt hugsjón sinni stefna að því að græða sárin, sein áfengisbölið veldur mannkyninu, já, skera með öllu í burtu þá bölvuðu meinsemd, sem ofnautn áfengis er i hverju þvi þjóðfjelagi, sem siðað og sannkristið vill teljast. Vjer erum oss þess meðvitandi, að vjer erum að berjast gegn synd og sorgarfári. Or- ustuvöllur vor er öll veröldin. Óvin- urinn sem vjer berjumst við, er öfl- ugur og máttugur. Hann hefir í þjón- ustu sinni heilan her af því, sem breyskast er og lítilsigldast í mann- inum, allar hvatir og fýsnir hins lægra eðlis vors. Vjer vitum, að áfeng- isbölið er Prándur i Götu allra fram- fara. Vjer vitum, að sá maður einn, sem sigrast hefir á nautnafýsn og ill- um ástríðum, getur talist sannur mað- ur, á framfara og þroskaleið. Vjer vit-

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.