Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.09.1923, Page 4

Bjarmi - 01.09.1923, Page 4
160 BJARMI og því miður eigi hvað síst i þeim stjettum sem bannlögunum tókst nokkurn veginn að vernda áður en undanþágan kom til sögunnar. Og það lítur svo út, sem alt hljóti þetta böl að fara vaxandi. Vinverslanir eru settar upp víðs vegar um land, sam- kvæmt kröfum hinnar útlendu vín-. söluþjóðar, þvert ofan í yfirlýstan vilja öruggs meirihluta í hjeruðunum sem halda vilja ófögnuðinum fjarri sjer. Útlend þjóð ræður fjölgun áfeng- isverslana, en sjálf hin íslenska þjóð fær engu þar um að ráða. Og þetta hörmulega ofbeldi finnur, þvi miður, alt of þæga og auðsveipa þjóna með- al landsmanna sjálfra, meðal þeirra er með völdin og ráðin fara. Fátæk þjóð, í fjárhagslegri hættu stödd, eyðir þannig miljónum til að kaupa alls ónýta og þó um leið stórskaðlega vöru. Lengi mætti hjer áfram halda. En yður er þetta hörmulega ástand full- ljóst. Er yður þá eigi öllum jafnljós nauðsyn bróðurhuga og samvinnu allra þeirra, er vilja ljetta af þessu sára böli, sem læsir sig eins' og ill- kynjað átumein um allan þjóðarlík- amann. Sýnist yður eigi eins og mjer, að íslenskri þjóð sje eigi síður nú en endranær og jafnvel enn fremur, lífs- nauðsyn að vera sparsöm, hagsýn og bindindissöm þjóð, er hafnar óþarf- anum og forðast skaðræðið, sem á skömmum tima gæti spilt og glatað þessum fáu tugum þúsunda, er lifa hjer í torveldu landi, og eiga að halda uppi veg og virðingu eins hins minsta sjálfstæða ríkis í heimi. Sjáið þjer eigi, kæru vinir, verkefnin, sem í þessu máli bíða vor, bæði heima og erlendis? Út á við og inn á við þurfa íslenskir bindindis- og bannvinir að leggja traustan grundvöll nýrrar bar- áltu. Hjer þarf með öflugri bindind- isstarfsemi að rýra eða helst með öllu taka fyrir kverkar hinni útlendu nauðungarverslun. Hjer þarf að vinna að því að halda við og efla það sem vjer eigum eftir af bannlögunum uns þau komást aftur í fult lag. Og út á við þarf einnig að vinna vel, svo að oss verði auðveldara að losa oss við hinn útlenda áfengisklafa. Vissulega munum vjer sjá öll þessi verkefni. Vissulega munum vjer vinna að þvi í samtaka bróðurhug að ræða þau og ráða þeim til lykta á þessu stór- stúkuþingi. Jeg treysti þvi, að sú verði reyndin, svo að það sjáist og viðurkennist, að enn er Regla vor trú hugsjónum sínum, já, trú þeim Guði, sem tilvera hennar byggist á. Já, lát- um oss öllum vera umhugað um, að sú verði reyndin. — Bræður og syst- ur! Vjer sjáum nauðsyn samtakanna. Látum þá þessa guðsþjónustustund magna með oss vilja, visku og bróð- urhug. Munum að Guð hinn almátt- ugi er með oss, ef vjer vinnum af trúmensku og hreinum hvötum að hinu göfuga mannúðarmáli fjelags- skapar vors. Vjer munum eftir frásögunni um Lúther, er hann hratt frá sjer hendi samverkamanns síns i siðbótarverk- inu með þessum ummælum: »Þjer eruð af öðrum anda en vjer«! Oss mun mörgum finnast, að það hafi verið kristinni kirkju tjón að siðbót- arstarf þeirra tveggja manna fjekk eigi að sameinast, eða svo er mjer farið. Gætum þess nú vel, kæru vinir, að ráðgast um við Guð og samvisku vora og hiinda eigi frá oss hönd- um sáttfúsra bræðra, nje segja við þá: Þjer eruð af öðrum anda en vjer. Vjer megum vera þess fullviss, að með því vinnum vjer málsstað bind- indismanna það tjón sem seint verður bætt. En hnekkir bindindismálsins er þjóðarskaði, eins og viðgangur þess máls er þjóðar gagn og sómi.

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.