Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.09.1923, Qupperneq 6

Bjarmi - 01.09.1923, Qupperneq 6
162 B JARMl presturinn biður í nafni safnaðarins, hver einasti maöur á aö taka undir lofgerðina, er presturinn kynnir söfnuðiuum, hvert sje guðsorð pess dags. Hver einasti mað- ur á í heyranda hljóði að leggja áherslu á bæn prestsins um að varðveita söfnuð- inn, pangað til aftur er þar mætst í sömu erindum. Jeg veit þið skiljið allir vel, hver feikna- styrkur það væri í starfi prestsins ynni söfnuðurinn með honum eins og hann á að vinna á þenna hátt, Ijeti hann blessun koma á móti blessun, blessun yfir líf hans og starf. Jeg held þetta yröi alveg ómet- anlegur fengur. í*að finnur hver prestur, að það er einatt feikilega erfitt að vera prestur, og þurfa þó um leið að vera skammsýnn maður og breyskur og marg- faldlega brotlegur maður. Við íslendingar eigum mikinn áuð í fögrum sálmum og allir erum við efalaust sammála um, að fram hjá þeim megi eng- ir ganga. Við höfum einnig mjög miklu og fögru úr að velja af kirkjulegum söngv- um, sumu því, sem allir eru sammála um, að sje fagurt og samboðið málefni Krists. Hver sálmasöngsbókin eftir aðra er gefin út. Iivers vegna ekki að nota þéssa söngva af safnaðarfólki þessa lands? Og það erum við prestarnir, manna helst, sem eigum að kenna fólki að nota hvort- tveggja rjett, bæði sálmana og sálmasöngv- ana. Persónulega hefir mjer löngum sviðið það sárt, hve mjer hefir fundist söngur- inn vera i litlum almennum metum, og hve lítið hefir verið tiltölulega, að því jeg hefi haldið, um söng í kirkjum lands- ins. Sjálfum mjer hefir söngurinn (musik) veitt ótal ánægjuslundir og ómetanlega hjálp í lífinu, en líka óteljandi leið- indastundir af því mjer hefir fundist fólk hafa hann í minni metum en hann átti skilið. Pað er nú einu sinni lögmál lifsins, að margra gæða lífsins verður ekki að fullu notið, nema aðrir njóti með. En af því jeg vildi fyrst með vissu kynna mjer, hvernig umhorfs væri í þessu efni í kirkjum landsins, hefi jeg ekki fyr viljað vekja máls á þessu efni á sýnidus. Og einnig af þeirri ástæðu, að jeg gat ekki bent á neitt sjerlegt hjá sjálfum mjer, er jeg hefði gert þessu máli til liðs. í seinni tíð hefi jeg óvíða verið i kirkju nema hjá sjálfum mjer og svo endrum og eins í Reykjavík. En þar sem jeg þekki til, utan Reykjavíkur og víðar, þar sem jeg hefi tilspurt, er safnaðarsöngurinn í miklu ólagi, svo fólkið þegir, sem jeg kalia. En það kalla jeg að fólkið þegi, þegar ekki tekur þátt í safnaðarsöngnum nema dálítill flokkur upp við hljóðfærið, og lítt eða fátt annað. En nú hefi jeg aflað mjer gleggri vit- neskju 'um þetta af svörum organleikara út um landið, sem eru í vörslum Sigfús- ar Einarssonar organleikara við dóm- kirkjuna. Hann hefir aðgætt fyrir mig 100 skýrsl- ur, svör þeirra við spurningunni: »Er það siður í yðar sókn (sóknum), að fólk hafi með sjer sálmabækur í kirkju og taki þátt i söngnum.a Hve margar skýrslurnar eru, veit jeg ekki, en þær eru að minsta kosti nokkru fleiri. Svara þess- ari spurningu játandi aðeins einir 15, hin- ir allir, segir hann, að svari því, að hlut- laka safnaðarins i söngnum sje lítil eða engin, og þetta svar gefa 85 af hundraði. Petta er óneitanlega ólag, hverjum, sem að er að kenna, og svo búið má ekki lengur standa. En það veit jeg, að væru prestarnir allir að góðum vilja gerðir i þessu efni, gæti þeim orðið afarmikið ágengt til bóta og kem jeg síðar að því. Pó einir 15 af 100 söfnuðum syngi, kalla jeg að safnaðarfólkið þegi. Og nú er heldur ekki upplýst um þessa 15, hvort það er allur þorri sönghæfra kirkjugesta sem syngur og hefir með sjer bók; held- ur, aðeins margt fólk svona yfirleitt. En við skulum nú samt halda okkur við það að hjá þessum 15 sje alt i bestu röö og reglu. En betur má, ef duga skal. Sumstaðar eru söngflokkar, úrvalsfólk, er organleikarar æfa söng með, en af af- spurn veit jeg með vissu, að á tveim stöð- um, þar sem æfðir söngflokkar eru í fjöl- mennum söfnuðum, og í þeim ílokki öðr- ura að minsta kosli eru 10—15 manns, bregður varla út frá þeirri venju, að nokk- urt fólk taki undir þann söng út um kirkj- una, Petta er áreiðanlega öðru vísi en á að vera. Söngflokkar eru góðir, meira að segja ágætir, þar sem þeirra er völ, en hlutverk þeirra á einungis að vera það, ef rjett er að gáð, að hjálpa söfnuöinum við hinn almenna söng ásamt hljó^færinu og svo til þess, að messur falli ekki niður vegna söngleysis. En að þessir flokkar eigi að

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.