Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 7
B J A R M I 3 Vor kirkjulegu mein og ráð við þeim. Erindi flult á hjeraðsfundi að Lundi 1925. Á hjeraðsfundinum í fyrra (1924) var talsvert rætt um trúmál, og þó það gæti verið gagnlegt og vekjandi að hefja umræður i þá ált, hefir mjer samt komið til hugar, til til- breytingar, að hefja hjer umræður um vor kirkjulegu mein o: hvað sje að í voru kirkjulega lífi og hver ráð sjeu þá vænlegust, til þess að ráða bóta á því, sem að er. Því að fyrst er að sjá og viðurkenna galia sína, til þess að geta lagað þá. Jeg byrja þá á okkar prestum. — Prestar þykja ekki nógu áhugasamir í starfi sínu. Ræðurnar ekki nógu vekjandi, mælskar og aðlaðandi, prestar húsvitja ekki. — Presturinn sinnir meira búskap, en prestsskap o. fl. Um sóknarfólk er sagt, að þaö sje einnig áhugalaust um kirkjumál, sumir noti sunnudagana til ýmissa ferðalaga og útrjettinga, sæki sjaldan eða aldrei messur; flesta sunriudaga um sláttinn við heyskap að þörfu og óþörfu o. s. frv. — Altarisgöngur fátíðar, og jafnvel ekki fermingar- börn nje presturinn sjálfur gangi til altaris. — Af þessum orsökum eru messuföll tíð og kirkjulegt líf næsta dauft og líflítið. Pví verður ekki neitað, að oft hefir verið sagt um oss presta og prjedikanir vorar: Hvað stoðar að prjedika? Alt stendur við það sama; menn eru hinir sömu eftir sem áður; það eru fáir, sem veita orðinu við- töku, og svo geta prestarnir prjedik- að betur eða ööruvísi, en margir af þeim gera. Mikið er satt i þessu og jeg get ekki annað en samsint, að bæði jeg og aðrir ættum að geta prjedikað betur en vjer gerum; að minsta kosti veit jeg um mig, að mjögmargt og uiikið er og hefir verið áfátt fyrir mjer. Hefði jeg getað prjedikað með meiri djörfung og krafti trúarinnar, hefði jeg getað beðið með heitari anda og meiri elsku, þá hefði ef til vill sæði Guðs oröa hjá einhverjum fallið í góða jörö, þar sem enn hefir, ef til vill, enginn, — eða að minsta kosti lítill ávöxtur sjest af því. í einu orði að segja: hvílir inikil sök bæði á mjer og öðrum, þegar vjer finnum, að það Guðs orð. sem vjer höfum boðað og borið fram, hefir ekki verið prjedikað af oss með sann- færandi anda og krafti. En að hinu leytinu verður ekki heldur móti því mælt, að það sje ekki einungis sök prestsins, þegar orðið fær ekki inngang, heldur getur það líka verið að kenna tilheyrend- unum, sem vilja oft eigi veita við- töku því orði, sem þeirn er boðað, því að hvað stoðaði það, þó að vjer gætum talað með tungum af eldi, þó að andinn svifi yfir hvirflum vorum, þegar vjer, sem erindrekar Jesú Krists í sannfæringu trúarinnar berum vitni um frelsið og sáiuhjálpina i Jesú Kristi; hvað stoðar það, ef hjörtu tilheyrandanna væru samt eigi mót- tækileg fyrir þennan vitnisburð? — Sáömaðurinn getur sáð sæði sinu með alúð og yfirfljótanlega, með hjartanlegri bæn, trú ogtrausti; sæð- ið getur verið gott og mikið, en ef jarðvegurinn er ekki undirbúinn og móttækilegur, þá verður vinna og verk sáðmannsins árangurslaust og sæðinu spilt. Jeg hefi þannig sagt og játað, að hjá oss, sem sáðmönnum Drotttns er mikil sök, en því verður heldur eigi móti borið, að orsökin er ekki hjá prestunum einum; vjer verðum einnig að játa, að hin verulega or- sök trúardeyfðarinnar geti lika verið

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.