Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 13

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 13
B J A R M I 9 sögunnar, en það sera Bjarmi finnur sjerstaklega að eru bænarorðin, sem lögð eru i inunn Sveini útgerðarstjóra á bls. 154. Það liggur beinast viö skilja þau svo að Sveinn sje ekki vísvitandi hræsnari, heldur blekki sjálfan sig, eða »syndgi upp á náðina«, af pví að haun trúi friðpœgingu Krists. — Jeg vildi óska, að þetta væri ó- aðgætni eða óviljaverk, þvi að ef presturinn, höfundur bókariunar hefir viljandi ætlað að svíviröa friðþæg- ingartrú krislinua manna á þenna veg, þá syndgar hann sjálfur með því svo hræðilega, að niig skortir orð til að lýsa því eins og vert væri. — í raun rjettri er hjer ura svo al- varlegt niál að ræða, að sra Gunnar ætti að taka af öll tvimæli, og segja hispurslaust hverl hann stefnir i þessu efni. Sje það tilætlun hans að »trú« Sveins útgerðarstjóra verði talin jafn greinilegt sýnishoru friðþægingartrúar kristinna manna eins og lýsingin frá Siglufirði er berorð um smygl og aðrar svíviröingar, þá er drengilegast að segja það berum orðum en vera ekki að fela aðrar eins svívirðilegar aðdróttanir bak við bænarorð. ,Glögt er það enn hvað þeir vilja'. Hverjum þeim, sem með gætni at- hugar hin ýmsu straumhvörf og stefn- ur, sem nú gera meira en lítið vart við sig í trúarlífi hinnar íslensku þjóöar, — stefnur, sem allar eiga sammerkt i, að leiða almenning og einstaklinga burt frá biblíulegum kristindómi, en setja í staðinn sinn eigin heilaspuna, getgátur og ágisk- anir, og halda slíku aö fólki sem væri það hinn eilífi og algildi sannleikur sjálfur, þrátt fyrir það, þó staðhæf- ingum þeim, sem talsmenn þessara stefna bera fram fyrir fjöldann og einstaklingana, oft í fögrum og álit- legum búningi, sjeu oft og einatt fremur veigalitlar þegar til þess kem- ur að brjóta þær til mergjar. — Hverjum þeim, sem athugar þetta alt með ró og gætni, honum verður það brátt ljósl, ef hann skoðar og vegur allar ástæður í ljósi biblíulegs krist- indóms, að giögt er það enn hvað þeir vilja, merkisberar nýju stefnanna, svo nefndu, hvort sem heldur eru nýguðfræðingar, andatrúarmenn, guð- spekingar, únitarar, eða hvað helst sem á að kalla þá. Og það sem þeir vilja, og það sem alt stefnir að fyrir þeim, hvort sem þeim er það ljóst sjálfuni eða ekki, það er þetta: Burt frá Kristi og fagnaðarerindi hans. Því hversu fagurt og fjálglega sem þeir tala um Krist og kenning hans, þá er alt þeirra tal um það efni ein- tómt moldviður og blekking, vitandi eða óafvitandi, þar sem þeir hafna þvi, sem er þungainiðjan í fagnað- arerindinu, og sem bæði gamla- og nýja testamentið halda skýrt og ákveð- ið að mönnum, og það er endurlausn- in í Kristi Jesú. Væri það efni í aðra ritgerö, að sýna fram á það, að þetta sem nú hefir verið bent á, er ekki gripið úr Iausu lofti, en það verður að bíða að þessu sinni. — Eitt af þvl sem merkisberar »nýju stefnanna« hafa reynt í því skyni, að þeim gengi betur að koma ár sinni fyrir borð, og afla skoðunum sínum fylgis, er krafan ura afnám kverkensl- unnar við fræðslu barna í kristnum fræðum, en vilja í þess stað láta ein- göngu viðhafa biblíusögur eða »Barna- biblíu«, eða hvað þeim vitru mönnum þóknast að nefna slíkt hrafl úr heil- agri ritningu, sem þeir kynnu að vilja nola við slika fræðslu. Fylgjast þar

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.