Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 8
4 B JARMI hjá tilheyrendunum. Á rneðan hjöitu mannanna eru eins og þau i raun og veru eru, er engin furða, þótt Guðs orð geti ekki borið fullkominn ávöxt. Hvernig á að laga vor kirkjulegu mein? Hvað er til ráða? Mikið má ef vel vill. Sigursæll er góður vilji. Menn þurfa að gera sjer Ijóst, að þeir eru i fjelagi, kirkjufjelagi, sem krefst starfs og fórnar. Prestar þurfa að sýna áhuga og meira iíf og fjör í starfi. Sjerstaklega má þess vænta um ungu prestana, að þeir taki hinum eldri fram; þeir hafi notið meiri og fullkomnari mentunar en áður var, hafa haft ágæta kennara, sumir hafa farið utan með ferðastyrk, til enn meiri frama og fullkomnunar, sem ekki tíðkaðist áður. Óheppilegt tel jeg, að prestur þurfi að stunda bú- skap, með því að búskapur og bú- vísindi er næsta fjarstætt og óskylt aðalstarfi þeirra og dregur úr áhuga þeirra til andlegra starfa. Búskapur- inn þarf í raun og veru óskifta krafta hvers bónda, ef vel á að vera. Hins vegar er fyrir presta vandfenginn maður til að stjórna búi, því að sjálfs er jafnan höndin holiust. Jeg er smeiktir um, að reki að því, að byggja verði prestsselrin, en prestur njóti hluuninda þeirra með því að tilvonandi prestar kunni með öllu að verða óhæfir til búskapar o. fl. Gætu prestar þá fremur haft hönd i bagga með barnakensluni svo sem tii tals hefir komið. Jeg drep einungis á þetta, en þetta er mikið vandamál, og þyrfti að finna heppilega úrlausn. Pá verð jeg að teija heppiiegt, aö prestar hjeldu fnnd með sóknarnefnd og safnaðarfulltrúa tii að ræða um kirkjumál, innan sóknarinnar og hver ráð væru heppilegust til að auka kirkjusókn og altarisgöngur, og ann- að það, er til uinbóta horfði. Teldi jeg heppilegast að halda þenna fund áður en hinn árlegi safnaðai fundur er haldinn. Er jeg viss um, að sókn- arnefndin eða einhverjir aðrir góðir menn í sókninni gætu rnikið áorkað við almenning, og örfað hann til tið- ari kirkjusóknar; þá reynslu hefi jeg úr sóknum mínum. Ef helstu menn sóknarinnar ganga á undan öðrum með kirkjuferðir, gefa þeir öðruin gott dæmi og menn leiðast ósjálfrátt til að fylgja þeim í því sem öðru, sjer- staklega ef þeir þá í tilbót hvetlu aðra með orðum sínum til kirkju- rækni. Enginn efi er heldur á því, að ef söngurinn í kirkjunum yiði almenn- ur og sameiginlegur og sem flestir tækju þátt í honum, mundi það örfa kirkjusókn og skal jeg í því sam- bandi minna á hina ágætu fyrirlestra sra Halldórs á Reynivöllum, og ættu því sem flestir að gera sjer að fastri reglu, að hafa sálmabækur með sjer og fylgjast með sálmunum, þó þeir syngi ekki. Smá bókasöfn eða lestrarfjelög, helst i hverri sókn, sem prestar stofnuðu og stýrðu í heimasókn sinni, með útláni á messudögum, geta og örfað kirkjusókn, auk þess,sem slik smá bókasöfn hafa menningargildi, ef bækur eru vel valdar, sem prestum ætti, sökum mentunar þeirra, að vera vel trúandi til. — Ungmennafjetög, ef samkomuhús þeirra væru á kirkju- staðnum, gætu og örfað kirkjurækni, ef fundir þeirra byrjuðu að aflokinni messu. Sama er og að segja um önn- ur fundahöld, sem haldin eru í sam- bandi við messugerðir. Þó mikið rneira mætti segja um þetta mál, læt jeg hjer staðar numið að sinni, vegna þess að jeg veit, að háttvirtir fundarmenn bera þetta mál fyrir brjósti og vilja gjarna láta mein- ingu sína í ljósi. Vildi jeg að lokum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.