Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 11
B J A R M I 7 sem þegar finna hjá þeiin »tvískinn- ung í öllu«, »loðna kenuingu« og »óheilt starf«. Enginn græðir á öllum þeim ó- heilindum nema kaþólska trúboðið og aðrir aðkomnir trúarflokkar. t*eir nota sjer þau trúlega til að bjóða trúhneigðu fólki til sín, þar sem hvorki er deilt um guðdóm Krists nje friðþægingu — og fá alloft góða áheyrn, sem við er að búast. En hvað sem því líður eiga söfn- uðir landsins heimtingu á að fá ótví- ræð svör guðfræðisdeildar háskóla vors, hvort hún telur aðalhlutverk sitl að senda frá sjer hæfilega leið- toga handa únítara söfnuðum vestur í Ameríku, en ekki prestsefni handa evangelisk-lúterskum söfnuðum þjóð- kirkju íslands, og hvort þeir gnð- fræðisstúdentar tala fyrir hennar hönd, sem hafna guðdómi Krists og fara háðnngarorðum um friöþæginguna. F*vi sje svo komið, er ástæða til að lúterskir kjósendur spyrji þing og kirkjustjórn í alvöru hvar þeir eigi að útvega sjer lúterska presta. Sigurbjörn A. Gislason. Afi og amma. Söguþættir eítir Guðrúnu Lárusdóttur. Framtíðarhorfurnar hlutu aö taka breytingum. Vonlaust virtist okkur nú að við gætum haldið jörðinni. Skuldin var ofurefli okkar; við rædd- um um þetta fram og aftur úrslita- laust; mjer til sárrar raunar sá jeg hvernig áhyggjurnar sviftu Helgu ör- yggi hennar og glaðlyndi, og þótt jeg reyndi til að hughreysla hana og benda henni á, »ð okkur væri inn- an handar að fá okkur annað býli, landið stæði okkur opið, nóg væritil af jafngóðum, já, betri jörðum, held- ur en Núpur var, þar sem við gæt- um notað krafta okkar og átt von á góðum ávöxtum iðju okkar, þáduld- ist mjer ekki, að Helga gaf orðum mínum lílinn gaum, og að sama skapi fann jeg að gveinjan og hatrið til Björns S Dal, gróf um sig í huga hennar, og jeg verð að játa, að jeg var engan veginn áhyggjulaus út af því, jeg þekti skapsmuni Helgu. »En ef þú seldir Skjóna?« sagði jeg við hana einn daginn. — »Feng- ir gott verð fyrir hann og góðan kaupanda, sem fæii vel með hann að öllu leyli. Þú hlytir að fá milda pen- inga fyrir Skjóna«. Jeg fann að Helga vildi ekki svara þessari uppástungu minni, svona þeg- ar i stað, og jeg hjelt þess vegna á- fram — »eða að þú fengir lán út á hann, og borgaðir með því eitthvað af skuldinni. Ske kynni að þú kæm- ist að skaplegum samningum við karlinn, ef að þú gætir lagt 2—300 kr. í lófann á honum«. Helga leit á mig tindrandi augum og sagði með áherslu og alvörugefni: »Maður selur ekki vini sína«. »En vinir hlaupa oft undir bagga hver með öðrum, og það mundi Skjóni þinn vafalaust gjöra, ef hann vissi hvað er í húfi«, sagði jeg svo glaðlega sem injer var unt. »Jeg get ekki sjeð af honuin. Nefndu þetta ekki við mig«, sagði hún, stóð upp úr sæti sinu og fór fram. Hún var lengi frammi, þegar hún kom inn aftur var hún rauðeygð, en i svip hennar og fasi var kominn ör- uggleiki fastrar stefnu, sem hvergi víkur. »Jeg hefi fengið hinum eina rjett-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.