Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 10
6 B J A R M I sje það árásartilefni veigalítið. — Hampað er því að vísu, að biskup hafl í einkasamtali tjáð sig fúsan til að vigja kandidat sem gerðist kristni- boði — og að heiðingjar austur í Asíu standi þó ekki nær þjóðkirkju íslands en Únítarar íslenskrar ættar í Nýja-íslandi. — En það gleymist, að kristniboðar hljóta því að eins prestsvígslu áður en þeir fara, að ein- hvert fjelag manna eða söfnuður innan kirkju kristniboðans biðji við- komaudi biskup um þá vígslu, og ber þá það fjelag siðferðilega ábyrgð á að kristniboðanum sje ætlað að boða trú kirkju sinnar. Hilt mundi hvorki dr. J. H. nje öðrum biskup koma til hugar að vígja kandidat, sem einhverjir ókristnir menn úti í heimi bæðu að koma til sín og boða sjer hvaða trú sem honum sýndist, væri ekkert kristið fjelag heima fyrir sem sendi hann. Hræddur er jeg um að prófessor- um við aðrar deildir háskólans þætti það óviðfeldið, ef t. d. einhver lækna- nemi hjeldi opinbera fyrirlestra gegn landlækni, eða laganemi gegn hæsta- rjetti, en ekkert hefir þó guðfræðis- deildin látið til sfn heyra út af erind- um Lúðvígs Guðmundssonar guð- fræðisstúdents gegn dr. J. H. Margir kunnugir lita svo á, að að- altilefni til árásanna á biskupinn sje ekki vígsluneitunin sjálf, sem sagt var frá i síðasta blaði, heldur gremja svæsinna nýguðfræðinga út af því að dr. J. H. skuli ekki vera jafn rót- tækur nýguðfræðingur nú og þeir höfðu óskað og búist við eftir skrif- um hans að dæma fyrrum. — En þar getur hann best svarað sjálfur. Hitt hefir Bjarmi fulla einurð til að segja opinberlega, er aðrir segja í hljóði, að nú biða bæði vinir bisk- ups og margir aðrir eftir þvl með óþreyju, að skýrt og ákveðið hirðis- brjef komi frá biskup sem allra fyrst. Því að nú er deiia hafin um miklu alvarlegra mál en vígsluneitunina. Guðfræðisstúdentinn (L. G.) endur- tók rækilega í erindum sinum hjer í »Nýja Bíó« játningu fræðslumála- stjóra á sóknarnefndafundinum í haust, að Jesús væri Jósefsson og kvað fastara að orði um að ungu preslarnir og ýmsir fleiri prestar væru sömu skoðunar, þótt ekki hefðu þeir þrek til að kannast við það opin- berlega, enda væri það skoðun skýr- ingarita þeirra, sem guðfræðisdeildin hefði ætlað prestsefnum allmörg und- anfarin ár. Annar guðfræðisstúdent, Benjamin Kristjánsson að nafni, er að skrifa langar trúmálahugleiðingar í Tímanum, sem eiga að vera »at- hugasemd« við erindi sra Gunnars Árnasonar, sem Bjarmi flutti í sum- ar. Skrifar B. Kr. ógætilega mjög um friðþæginguna og margt fleira, svo sra Gunnari mun ekki verða erfitt að svara. Hefir þetta hvorttveggja vakið hinn mesta óhug ýrnsra leikmanna gegn guðfræðisdeildinni og ungu prestun- um, eins og kom í Ijós á fjölmenn- um safnaðarfundi í Reykjavík nýlega, og mun eiga eftir að koma betur í ljós. B. Kr. vandar oss ekki kveðjurnar í Tímagreinunum. En grein samsýsl- ungs hans (G. J.), sem Bjarmi flytur nú, gæli sýnt honum að leikmenn geta einnig orðið þungorðir um stefnu- bræður hans sjálfs. — Rótt mikið sje hirðuleysi margra safnaða um kenn- ingar prestanna, þá spái jeg því, að þeir verði ekki öfundsverðir nýguð- fræðingarnir, sem trúa því að Jesús hafi verið Jósefsson, þegar söfnuðir þeirra fara að vakna. Þeir geta sjeð það, sem lesa grein Ásgeirs Magnús- sonar í lesbók Morgunblaðsins 12. f. m., að það eru fleirien »bókstafsmenn«,

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.