Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.01.1927, Blaðsíða 12
8 B J A R M 1 láta dómara mál mitt í hendur«, sagði hún. »Nú skal hann alveg ráða úrslitum, nú bíð jeg róleg átekta«. Jeg skildi vel við hvað hún átti, en jeg verð að kannast við að mjer þótti það full barnalegt að leggja þannig árar í bát og bíða eftir ein- hverri óvæntri hjálp í vandasömu máli eins og þessu. En jeg hafði ekki orð á því við Helgu, jeg kom mjer ekki til þess, þegar jeg sá hversu trú hennar og traust á Guði hjálpaði henni til þess að bera þá byrði er henni var áður svo þungbær, en jeg leitaði samt sem áður fyrir mjer hjá stöku manni um peningalán, þólt það kæmi fyrir eklci, og þær tilraunir urðu mjer aðeins til angurs, svo n jer varð enn betur ljóst hversu illgirni Björns í Dal hafði hnekt mannorði Helgu. Mjer var því alt annað en glatt í geði, þegar jeg kom heim aft- ur seint að kveldi. Helga mætti mjer fyrir utan túnið. Hún var kafrjóð i lcinnum og göngumóð. »Jeggekkupp á ásinn«, sagði hún, »mig langaði til að líta yfir dalinn minn einu sinni enn og sjá haun lauga sig í kveld- roðanum, — þeir koniu hjer aftur í dag — og nú er ákveðin brottför mín hjeðan«. — Hún var ölduugis róleg og jeg horfði á hana spyrjandi, hún skildi auguaráð mitt, því hún sagði: »Jeg bíð róleg eftir leikslokum, Guð heíir ekki brugðist mjer til þessa og hann gjörir það ekki heldur nú«. »En góða mín«, sagði jeg hálf ó- þolinmóður. »Gerirðn þjer von um kraftaverk eða hvað ?« »Já«, sagði hún oínr einlægnislega, »t*að hlýtur að vera kraftaverk, sem kemur í veg fyrir illgirni Björns í Dal«. Bækur. Við pjóðveginn heitir ný-úlkomin skáldsaga eftir sra Gunnar Benedikts- son í Saurbæ, 168 bls., verð 4 kr. Brynhildur dóttir bæjarfógetans í Rvík segir þar æfisögu sfna. Á unga aldri kyntist hún eymd bláfátækustu heim- ila í Rvík annars vegar og óhófi í föðurhúsum hins vegar, og fjekk smám saman viðbjóð á óhófinu og innilega samúð með bágstöddnm. Lýsir hún svo ýmsu sem fyrir bar er hún tók að sinna líknarstarfsemi uns hún síðast varð fátæk bónda- kona. En á stöku stað, minsta kosti þegar verið er að lýsa »lækninum á Siglufirði«, er lýsingu manna svo háttað að kunnugum koma ákveðnir menn i hug, enda mun Siglufjarðar- kaflinn talinn alment beinlínis árás á sjerstakan mann. Rað er afskap- legt að almenningsálitið og yfirvöld skuli þola slíkl framferði, sem þar er lýst. Auk »Iæknisins á Siglufirði« er öðru varmeuni lýst í bókinni, Sveini útgerðarstjóra í Reykjavik. Hanu lætur »bíla« sína sækja smyglað á- fengi suður með sjó, og selur það í lagaleysi. Harm kúgar bæjarfógeta í kyrþey til að sleppa morðingja. Morðinginn var að sækja áfengi fyrir Svein, og bæjarfógeti er stórskuld- ugur Sveini. En jafnframt er Sveinn gjöfull mjög gagnvart alskonar kristi- legri starfsemi, lánar stóran sal í húsi sínu fyrir sjómanna guðsþjón- ustur og talar sem sannkristinn maður, þegar því er að skifta. Saga hans er hörð árás á trúhræsni, og er ekkert um það að fást, þvi að trúhræsni er skaðræði hið mesta. En sem betur fer mun enginn Reykvikingur katm- ast við þenna Svein. — Ymislegt mætti finna að byggingu

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.